Landsvirkjun semur við United Silicon

Landsvirkjun  hefur undirritað raforkusölusamning við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon mun reisa í Helguvík á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.