Málþing VAFRÍ um vatns- og fráveitumál

Vatns- og Fráveitufélag Íslands (VAFRÍ) stendur fyrir málþingi um nýjar rannsóknir og stefnur í vatns- og fráveitumálum þriðjudaginn 8. apríl frá kl. 15-16:30 í HT-101 í Háskólatorgi. Reynir Sævarsson, fagstjóri vatns- og fráveitna hjá EFLU, mun kynna verkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna um hreinsun frárennslis á köldum svæðum. Síðan mun Sveinn Þórólfsson, prófessor í NTNU Noregi, fjalla um orku í vatns- og fráveitum sem tengist höfuðþema dags vatnsins í ár. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VAFRÍ.