21. mars 2014 Traustur rekstur og sterkari fjárhagur Orkuveitu Reykjavíkur Hagræðing í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og umfangsmiklar ráðstafanir, sem stjórn fyrirtækisins og eigendur þess (Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð), samþykktu á árinu 2011 hafa skilað mun meiri og skjótari árangri en gert var ráð fyrir þá. Rekstrarhagnaður ársins 2013 var 17,2 milljarðar króna, skuldir lækkuðu um tæpa 40 milljarða og eigið fé jókst um rúma 20 milljarða króna á árinu. Frekari upplýsingar um ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur árið 2013 má finna á heimasíðu Orkuveitunnar.