Norræna drykkjarvatnsráðstefnan – Opnað fyrir skráningu

Opnað hefur verið fyrir skráningu á norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna, sem haldin verður í níunda skiptið í Helsinki í Finnlandi 2.-4. júní næstkomandi.

Nánari upplýsingar má finna a heimasíðu ráðstefnunnar eða í meðfylgjandi bækling.

Forskráningu lýkur 31. mars og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að nýta sér hagstæðari kjör sem fylgja henni. Tekin hafa verið frá hótelherbergi fyrir tilvonandi þátttakendur á ráðstefnunni og er hægt að nálgast upplýsingar um þau í meðfylgjandi bækling eða hjá Samorku.

Þess má geta að Samorka tekur þátt í skipulagningu ráðstefnunnar, en fyrir hönd fagsviðs vatnsveitna Samorku
situr Sigurjón N. Kjærnested í skipulagsnefnd fyrir ráðstefnuna.