Landsvirkjun og PCC Bakki Silicon undirrita raforkusölusamning

Landsvirkjun og fyrirtækið PCC Bakki Silicon hf hafa undirritað samning um sölu raforku. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017. Verksmiðjan mun framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli sem unnið verður með endurnýjanlegum hætti í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.