Orkan okkar – heimili morgundagsins

Sýningin er haldin á vegum Orkuveitu Reykjavíkur í tilefni af 100 ára afmæli rafvæðingar á Íslandi,  í náinni samvinnu við: Arkitektafélag Íslands, Ljóstæknifélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands.

Dagskrá, sjá hér.                       

Í Vetrargarðinum býðst öllum tækifæri á að skoða "Framtíðarheimilið".  Síðustu daga hafa tugir manns unnið að því að byggja 300 fermetra framtíðarheilmili í Vetrargaðinum.  Þetta er eitthvað sem allir ættu að sjá.

Fundur um heilnæmt neysluvatn

Haraldur sagði frá þeim vatnsbornu sýkingum sem glímt hefði verið við hér á landi m.a. taugaveiki fyrr á tímum sem hefði flýtt fyrir lagningu vatnsveitna víða um land. Hann sagði einnig frá sýkingum sem glímt hefði verið við á seinni árum s.s. eins og norovírus sem kom upp í sumar á Húsafelli og í Mývatnsveit. Þó erfitt væri að sanna að þær berist með neysluvatni þá hefði í fyrsta sinn verið sýnt fram á tengsl sýkinganna við neysluvatn hér á landi. Einfrumungurinn Giardia lambia, sem veldur iðrasýkingu væri t.d. mjög algengur á Akranesi.  Neysluvatn er þar tekið úr yfirborðslindum en ekki hefur verið sýnt fram á tengsl vatnsins við þessar iðrasýkingar. Vert væri þó að athuga hvort hann lifir af útfjólubláa geislun sem þar er.  Haraldur lagði áherslu á að við þyrftum að vera vakandi fyrir því að vernda vatnsból og vatnstökusvæði. 

Þann 8. september árið 1854 fjarlægði læknirinn John Snow handfangið af brunninum í Broad Street í Soho hverfinu í London (nú Broadwick Street). Hann hafði með faraldsfræðilegum rannsóknum komist að því að flestir þeirra 700 manna sem létust þar á skömmum tíma höfðu neytt vatns úr þessum ákveðna brunni. Litið er á þetta atvik sem táknrænt fyrir baráttu fyrir heilnæmu drykkjarvatni. Seinna kom í ljós að skolpleiðsla lá rétt við brunninn.  Var hún brotin og mengaði vatnið í brunninum. Hann komst að þessari niðurstöðu löngu áður en bakterían sem veldur kóleru fannst. Á þessum tíma var því haldið fram að kólera smitaðist með andardrætti á milli fólks en hann trúði því ekki þar sem hann hafði annast marga sjúklinga en ekki veikst og leitaði því að öðrum orsökum.

Fleiri myndir frá fundinum

Fyrrum forsvarsmenn orkuveitna stofna félag.

Þann 20. apríl sl. komu saman í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur  menn sem á undanförnum áratugum hafa verið í forustusveitum hinna ýmsu orkuveitna landsins.

Tillgangur fundarins var að stofna félag, eða klúbb, þar sem þessir forsprakkar sem allir hafa lokið störfum hjá sínum fyrirtækjum og  eru komnir á eftirlaun, hefðu tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar og fræðast um helstu þætti orkumálanna og önnur áhugaverð mál líðandi stundar.

Samorka óskar þessum  félögum sínum til hamingju með framtakið og mun kappkosta að veita félaginu þann stuðning sem það frekast má.

Félagatal

Hitaveituhandbókin öll á netið

Hitaveituhandbókin er nú öll komin á netið. Sjá hér á síðunni með því að smella á mynd af handbókinn til vinstri. Nýtt efni þar er  kafli 3 Mælieiningar og kafli 10 Innra eftlirlit fyri hitaveitur – starfsleyfi.  Kaflinn um helstu lög og reglugerðir hitaveitna er tengdur inn á lagasafn Alþingis. 

Nordenergi

 

Nordenergi

 
Raforkusamtök Norðurlanda hafa stofnað samtökin Nordenergi.
Á fundi formanna og framkvæmdastjóra rafveitusambanda Norðurlanda, sem haldinn var í  Ósló þann 26. sept. s.l. var ákveðið að stofna sameiginlegan vettvang fyrir raforkugeirann. Aðdragandi er nokkuð langur og má segja að þetta mál hafi verið til umræðu öðru hvoru seinasta áratuginn. Samböndin hafa fundið til þess að sameiginleg rödd raforkufyrirtækja væri máttlítil og heyrðist vart í umræðunni um sameiginlegan raforkumarkað í Evrópu.
Nordenergi mun taka yfir samstarf rafveitusambandanna sem verið hefur óformlegt fram að þessu. Að formi til er Nordenergi byggt á samskonar skipulagi Nordvarme, sem er samstarfsvettvangur norrænu hitaveitusamtakanna. Formennska og framkvæmdastjórn mun flytjast milli aðildarlandanna með tveggja ára millibili. Fyrstu tvö árin mun forsvarið vera á höndum Svía.
 Á fundinum var sent bréf til orkuráðherrum Norðurlanda, sem héldu samráðsfund 30. sept. Í bréfinu var gerð grein fyrir stofnun Nordenergi og óskað eftir samstarfi við að leita lausna til aukins öryggis raforkuflutningskerfisins á Norðurlöndum.

Jarðvarmahitaveita í Kaupmannahöfn 2004

Fimmtudaginn 18. september var ákveðið að fjárfesta í að ljúka við verkið og tengja jarðhita frá borholu inn á hitaveitukerfi í nágrenni Amagerværket.  Í sumar voru boraðar tilraunaholur á 2,5 km dýpt sem gáfu góðan árangur.

Það eru fyrirtækin Dong, Energi E2, Köbenhavns Energi, Vestegnens Kraftvarmeselskab VEKS og Centralkommunernes Transmissionsselskab. Stofnkostnaður er 120 milljónir danskra króna.  Ein önnur hitaveita í Danmörku nýtir jarðhita og hefur gert síðastliðin 12 ár.  Það er hitaveitna í Thisted. Orkuyfirvöld  í Danmörku áæltað að a.m.k. 12 bæir hafi möguleika á jarðvarmaveitu, þar á meðal Álaborg, Hróarskelda, Hillerröd og Skive.

Heimild: Ingenören 22.9. 

Sjá nánar á heimasíðu DONG

IGA skrifstofan til Íslands

 

 

 

 

 

 

 

IGA skrifstofan til Íslands

Íslendingar taka að sér rekstur skrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsin (International Geothermal Association, IGA) í fimm ár, frá 1. sept 2004. Samningur um þetta var undirritaður á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni á Nordica Hótel 15. sept. s.l.

Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, sem er alþjóðleg samtök jarðhitafélaga og einstaklinga, var stofnað árið 1988. Jarðhitafélag Íslands er aðili að samtökunum. Tilgangur sambandsins er að efla jarðhitaþekkingu og stuðla að hagkvæmri nýtingu jarðhita um allan heim. Aðilar að samtökunum eru yfir 2000 í 65 löndum. Skrifstofa IGA var fyrst í Pisa á Ítalíu, síðan í Berkeley í Bandaríkjunum, svo í Taupo á Nýja Sjálandi, og frá 1998 í Pisa.

Samorka, samtök orkufyrirtækja á Íslandi, ásamt stjórnvöldum standa að flutningi og rekstri skrifstofunnar. Samorka mun annast daglegan rekstur hennar. Framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstunni og mun hann hefja störf haustið 2004.