Námskeið um innra eftirlit vatnsveitna

Föstudaginn 19. okt. sl. var haldið námskeið um innra eftilit og hreinlæti hjá vatnsveitum. Áherslan var á hvernig standa ætti að kerfisbundnu fyrirbyggjandi eftirliti til að tryggja gæði neysluvatns. Íslenskar vatnsveitur hafa staðis sig vel í að setja upp gæðakerfi í vatnsveitum og nú búa um 77% íbúa landsins við það að fá vatn frá vatnsveitu sem hefur slíkt fyrirbyggjandi eftirlit.  En þar sem skóinn kreppir er helst hjá minni vatnsveitum. Samorka hefur þróað einfaldara kerfi fyrir minni vatnsveitur og hafa margar minni vatnsveitur verið að koma því á. 

Farið var yfir hvaða lög og reglugerðir eru í gildi fyrir vatnsveitur, Hvernig best sé að standa að hreinlæti og eftirliti. Rætt var um hvaða er helst að varast og hvað það er sem getur mengað vatnið.  Einnig var farið yfir vatnsbornar hópsýkingar sem hafa orðið á Íslandi og hvað olli þeim. Að lokum var farið yfir hvernig standa ber að sýnatöku og sýnd hentug mælitæki.