Alþjóða jarðhitasamfélagið þingar á Íslandi – aðalfundur IGA og haustþing JHFÍ

Jarðhitafélag Íslands heldur haustfund sinn þriðjudaginn 9. október um alþjóðlega þróun og horfur á sviði jarðhitanýtingar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mun opna fundinn en í kjölfarið mun fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga flytja erindi um þróun og horfur á þessu sviði. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefst kl. 8:45. Öll erindi og umræður verða á ensku.

Fundurinn er haldinn í tengslum við aðal- og stjórnarfund Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association – IGA) hér á landi dagana 10. og 11. október. Um 50 erlendir gestir víðs vegar að úr heiminum sækja fundinn og um leið haustþing Jarðhitafélags Íslands, allt sérfræðingar á sviði jarðhitanýtingar. Munu þeir jafnframt sækja heim jarðhitavirkjanir og virkjanasvæði á Hellisheiði og Reykjanesi og fræðast um nýtingu jarðhita hér á landi.

Haustfundur JHFÍ er öllum opinn. Þátttaka tilkynnist til Samorku s. 588 4430 eða the@samorka.is

Þátttökugjald: 5.000 kr, 500 kr. fyrir nema og eldri borgara, hádegisverður og aðrar veitingar innifaldar.

Sjá dagskrá haustfundar JHFÍ hér