John Snow Senat stofnað

Vatnsveita Hafnarfjarðar bauð til John Snow fundar og hádegisverðar á Fjörukránni í Hafnarfirði.  Á fundinn mættu átta félagar í John Snow og ræddu um markmið og leiðir til að vekja athygli á mikilvægi vatnsmála. John Snow Sociaty er alþjóðlegur félagsskapur sem er nefndur eftir þeim mikla lækni John Snow sem rakti útbreiðslu kóleru í London til mengaðs vatns  www. johnsnowsociety.org . Þetta var árið 1852 þegar kólera geisaði í Soho í London.  Þá var talið að veikin bærist með andadrætti á milli fólks en hann sannaði með faraldsfræðilegum rannsóknum að hún barst með menguðu vatni frá ákveðnum brunni.

Á fundinum var ályktað um mikilvægi þess að efla samvinnu á milli vatnsveitna, heilbrigðisyfirvalda, neytenda og annarra sem málið varða. Ákveðið að bjóða fleirum þátttöku í senatinu, þeim sem gegna lykilhlutverki og þeim sem hafa áhuga og eldimóð til að vinna að því að efla vatnsvernd og virðingu fyrir gæðum neysluvatns.