Ásgeir Sæmundsson stöðvarstjóri

Ásgeir Sæmundsson fyrverandi stöðvarstjóri í Andakílsárvirkjun er látinn.
Hann var fæddur 1923 og lést á Landsspítala Íslands mánudaginn 26. nóvember.
Ásgeir var rafvélavirkji og rafmagnstæknifræðingur. Hann lærði iðn sína hjá Bræðrunum Ormsson og tæknifræði í Tekniske Institute í Stokkhólmi.
Hann vann að rafveitumálum og rafvæðingu landsins um langt skeið og var m.a. stöðvarstjóri Andakílsárvirkjunar. Samorka minnist áhugasams og tillögugóðs félaga um leið og hún vottar aðstendendum fyllstu samúðar.