Rafveituvirkjanám

Rafveituvirkjanám er nú hafið við Iðnskólann í Reykjavík.
Til náms eru skráðir 20 nemendur.
Kennslan fer fram í lotum, þannig að einungis er kennt eitt fag í hverri lotu. Á þann hátt er komið til móts við nemendur sem eru í fastri vinnu.
Ekki hefur nein kennsla í þessari löggiltu iðngrein farið fram á undanförnum árum. Hér er því virkilega verið að koma til móts við þarfir atvinnulífsins, sérstaklega raforkufyrirtækjanna.