7. júní 2015 Erindi Fagfundar veitusviðs Samorku Samanlagt tóku um 180 manns þátt í vel heppnuðum Fagfundi veitusviðs Samorku sem haldinn var á Hótel Borgarnesi dagana 28.-29. maí. Flutt voru rúmlega 40 erindi um málefni hita-, vatns- og fráveitna, auk þess sem fjallað var um öryggismál, umhverfismál, jarðhita, laga- og regluumhverfi veitufyrirtækja og fleira. Farið var í vettvangs- og vísindaferð þar sem m.a. var skoðuð lífræn hreinsistöð á Hvanneyri og Deildartunguhver, þar sem Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á hressingu. Hátíðarkvöldverður var haldinn í Hjálmakletti. Tengla á öll erindi fundarins má nálgast hér á vef Samorku.
7. júní 2015 Skriflegt efni af málþingi VAFRÍ um fráveitulausnir til verndar viðkvæmum viðtökum Vatns- og fráveitufélag Íslands hélt nýlega vel heppnað málþing um fráveitulausnir til verndar viðkvæmum viðtökum. Við vekjum athygli á því að nú er hægt að nálgast skriflegt efni af málþinginu. Það má finna hér á heimasíðu VAFRÍ.
5. júní 2015 #orkakvenna Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þau hafa ákveðið að blása til ljósmyndasamkeppni á Instagram fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 20 ára undir myllumerkinu #orkakvenna. Tilgangurinn er að vekja áhuga ungs fólks, sérstaklega kvenna, á iðnmenntun og iðnnámi og útrýma hugmyndum um staðalímyndir þegar kemur að vinnumarkaðnum en einnig til að vekja athygli á jafnréttisstefnu fyrirtækjanna. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.orkakvenna.is, sem hefur verið opnuð til að halda utan um jafnréttisstarfið, en þar birtast einnig Instagram myndirnar.
4. júní 2015 Metmánuður í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu Í nýrri frétt frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að hver einasti mánuður frá áramótum hefur verið metmánuður í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Í maí einum var heitavatnsnotkunin 6,3 milljónur tonna, sem er fjórðungsaukning frá sama mánuði árið á undan. Sjá nánar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur.
3. júní 2015 Gagnaver í leit að staðsetningu; opinn fundur Landsvirkjunar 5 júní. Fundurinn er hluti af fundarröð í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar. Sérstakur fyrirlesari verður Phil Schneider, stofnandi Schneider Consulting og forseti Site Selectors Guild, sem er margreyndur ráðgjafi um staðsetningu gagnavera og annarra fjárfestinga erlendra stórfyrirtækja. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður þar sem rætt verður frekar um þarfir gagnaversiðnaðarins. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða Phil Schneider, Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri hjá PwC, Guðbrandur R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum kerfum og Örn Orrason, yfirmaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Farice. Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi, stýrir fundi og pallborðsumræðum. Skráning á fundinn fer fram á landsvirkjun.is. Fundurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á YouTube rás Landsvirkjunar, www.youtube.com/landsvirkjun.
29. maí 2015 Auðlindagarður á Reykjanesi Fimmtudaginn 28. maí s.l. var haldinn opinn kynningarfundur í Hörpu, um starfssemi Auðlindagarðsins á Reykjanesi. Flutt voru afar fróðleg erindi um þá fjölbreyttu starfssemi sem orðið hefur til á svæðinu og tengjast öll á einn eða annan hátt orkuvinnslu HS Orku. Þekktast af þessum fyrirtækjum er Bláa Lónið, en til viðbótar hefur orðið til flóra fyrirtækja sem öll eiga tilveru sína að þakka fjölbreyttri nýtingu jarðvarma á skaganum. Meðal þess sem kynnt var, er nýútkomin skýrsla sem ráðgjafafyrirtækið GAMMA hefur gert um efnahags- og samfélagsleg áhrif Auðlindagarðsins. Til að kynna sér efni GAMMA-skýrslunar, smellið hér og til að kynna sér sögu og starfssemi Auðlindagarsins, þá smellið hér.
26. maí 2015 Fagfundur veitusviðs Samorku, Borgarnesi Fagfundur veitusviðs Samorku verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Að þessu sinni verður fjallað um málefni hita-, vatns- og fráveitna, auk þess sem fjallað verður um öryggismál, umhverfismál, jarðhita, laga- og regluumhverfi orku- og veitufyrirtækja o.fl.
19. maí 2015 Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga, opinn fundur Landsvirkjunar 22. maí Föstudaginn 22. maí býður Landsvirkjun til opins fundar um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Fundurinn fer fram í Hörpu og hefst kl. 8:30. Fundinn ávarpa m.a. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Halldór Björnsson veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Halldór Þorgeirsson forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
18. maí 2015 Orkuveita Reykjavíkur tilnefnd til umhverfisverðlauna Orkuveita Reykjavíkur er á meðal þeirra sem tilnefnd eru til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sett hefur gott fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur.
13. maí 2015 Námskeið Set ehf., HEF & Samorku á Egilsstöðum Set ehf. í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Samorku, hélt dagana 11.-12. maí síðastliðna námskeið á Egilsstöðum. Fyrri daginn var farið yfir samsetningu og frágang á einangrun hitaveituröra, og á seinni deginum var farið yfir samsuðu á PE plaströrum, þ.e. spegilsuðu, rafsuðu og þráðsuðu. Námskeiðið tókst vel upp og var mikil ánægja með það, bæði hjá skipuleggjendum og þátttakendum. Vakin er athygli á því að samskonar námskeið verða haldin í haust, bæði á Akureyri og á suðvesturhorninu. Myndir af námskeiðinu má sjá hér á heimasíðu HEF