Afhending á raforku mögulega takmörkuð vegna veðurfars

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum að mögulega verði dregið úr afhendingu á raforku, ef ástand í vatnsbúskapnum batnar ekki á næstu vikum.

Stóriðjufyrirtækin hafa, samkvæmt samningum, einn mánuð til þess að laga sig að breyttum aðstæðum. Enn ríkir óvissa um takmörkun orkuafhendingar, en miðað við meðalhorfur um fyllingu lóna og meðalrennsli í vetur má reikna með að orkusala Landsvirkjunar geti dregist saman um 3,5% í vetur.

Reynt verður að laga útfærslu aðgerðanna að þörfum viðskiptavina eins og mögulegt er, líkt og fram kemur í nánari umfjöllun hér á vef Landsvirkjunar.

Námskeið: Blágrænar ofanvatnslausnir í byggð – Frá hugmynd að veruleika

Þann 2. október næstkomandi verður haldið á vegum Endurmenntunar HÍ námskeiðið: Blágrænar ofanvatnslausnir í byggð – Frá hugmynd að veruleika.

Námskeiðið mun fjalla um „nýjar leiðir við meðferð ofanvatns sem hafa verið innleiddar víða um heim. Þetta eru svokallaðar blágrænar eða sjálfbærar ofanvatnslausnir. Kostir þeirra eru öruggara veitukerfi, betra umhverfi í þéttbýli og heilbrigðari og sjálfbærari vatnsbúskapur“.

 

Hvernig mótar orkulandslag umhverfið? – Opinn Fundur Landsvirkjunar og FILA

Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta til opins fundar fimmtudaginn 3. september kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica, þar sem fjallað verður um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar.

Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.

Samorka heldur 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna 28.-30. september 2016

Samorka mun á næsta ári, í samstarfi við norræn samtök vatnsveitna, halda á Íslandi 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna (e. Nordic Drinking Water Conference).

Ráðstefnan verður haldin dagana 28.-30. september 2016 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Aðildarfélagar í Samorku og almennt sérfræðingar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að taka dagana frá og skoða hvort að mögulega hafi þeir áhugaverð verkefni, rannsóknir og fleira, sem þeir hefðu áhuga á að kynna á ráðstefnunni.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna verða kynntar seinna í haust.

Tenging yfir hálendið besti valkosturinn

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets.

Frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.

Sjá nánar hér á vef Landsnets.

​Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins (SA), Samorka og önnur aðildarfélög SA standa sameiginlega að. Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlaunanna fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Sjá nánar hér á vef SA.

Styrkir JHFÍ til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur

Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða 2 styrki til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000 fyrir hvern styrk. Nánari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðu JHFÍ.

Nýr vefur um vatnsiðnað

Opnaður hefur verið vefurinn vatnsidnadur.net, þar sem fjallað er um íslenskan og erlendan vatnsiðnað í víðum skilningi. Þar má t.d. finna upplýsingar um veitur, virkjanir, hönnuði, verktaka, söluaðila, menntastofnanir og margt fleira, auk ýmiss konar fróðleiks og frétta sem tengjast nýtingu vatns. Samorka er einn fjölmargra aðila sem stutt hafa við þróun og opnun síðunnar. Síðuna má nálgast hér.

Slæmar horfur á fyllingu miðlunarlóna Landsvirkjunar

Kuldi og skýjafar hafa m.a. haft í för með sér að innan við helmingslíkur eru taldar á að Hálslón fyllist í sumar og svipaða sögu er að segja með Blöndulón, en staðan er betri á Þjórsársvæðinu. Haldi innrennsli í lónin áfram að vera nálægt lægstu mörkum, líkt og verið hefur í sumar, gæti þurft að minnka afhendingu á raforku í upphafi vetrar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.