Orkusalan gefur hleðslustöðvar fyrir rafbíla

orkusalan_litur

Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Fyrsta stöðin verður sett upp í Vestmannaeyjum á næstu vikum.

Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílavæðingu heimsins og vill Orkusalan leggja sitt af mörkum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Hleðslustöðvar Orkusölunnar koma til viðbótar hraðhleðslustöðva Orku náttúrunnar, sem eru alls 13 talsins.

orkusalan_rafbraut