3. júlí 2024 Verkefnið endalausa? Verkefnið endalausa? Öll þekkjum við orðfærið að ramma eitthvað inn. Ná skýrt og skilmerkilega utan um tiltekið viðfangsefni. Allt frá síðasta áratug síðustu aldar hefur þess verið freistað að ramma inn möguleika þjóðarinnar og heimildir til orkuvinnslu í gegnum svokallaða verndar- og orkunýtingaráætlun, betur þekkt sem rammaáætlun. Þrátt fyrir hartnær 30 ára sögu virðist verkefninu hvergi nærri lokið. Kannski sér aldrei fyrir endann á því. Það er áhugavert í ljósi markmiða stjórnvalda um að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir græna innlenda orku fyrir árið 2040. Langt er um liðið Á vef rammaáætlunar má finna forsögu hennar. Sérstakur starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins skilaði áliti í mars 1995 með tillögu um gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls. Þetta var um það leyti og internetnotkun breiddist út og vefurinn Amazon umbylti stafrænum viðskiptum. Í kjölfar umfjöllunar umhverfisþings árið 1996 var samþykkt að vinna framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun til aldamóta og samkvæmt henni átti að gera rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og ljúka gerð áætlunarinnar fyrir lok árs árið 2000. Vart þarf að taka fram að það tókst alls ekki. Sama ár setti Apple fyrsta iPodinn á markað. Verkefnið útvíkkað Hér er of langt mál að rekja allar raunir rammaáætlunar en allt frá aldamótum hefur lítið þokast í mörgum áföngum hennar. Aðferðafræðin hefur tekið ýmsum breytingum og hefur ekki verið eins á milli áfanga við mat á virkjunarkostum. Aðferðafræðin var gerð enn flóknari með nýjum lögum árið 2011, nokkrum árum eftir að fyrsti iPhone síminn kom fram. Frá því að lögin voru sett árið 2011 þá hefur ein virkjun verið byggð að undangenginni fullri meðferð rammaáætlunar. Síðan þá hefur gildissvið rammaáætlunar líka verið útvíkkað og tekur nú einnig til vindorkunýtingar. Hægt hefur gengið að fá tillögur að orkuvinnslu samþykktar að lokinni pólitískri meðferð á Alþingi. Virðist þar einu gilda þó greiningar fremstu sérfræðinga hjá flutningsfyrirtæki þjóðarinnar sýni váleg merki um afl- og orkujöfnuð í íslenska orkukerfinu. Jafnvel þó orkuvinnsluverkefni hljóti náð fyrir augum verkefnisstjórnar og Alþings geta í núverandi kerfi svo liðið rúm 10 ár þar til heimildir fást til að hefja framkvæmdir. Meðferð rammaáætlunar er ófyrirsjáanleg, kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki og samfélagið og fullreynt virðist að hún sé einhver lykill í því að almenn sátt náist um orkuvinnslu. Finnum ferla sem þjóna markmiðum Sérstakur hópur á vegum umhverfis- orku og loftslagsráðherra vinnur nú að endurskoðun rammaáætlunarkerfisins svo sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Ljóst er að bútasaumur á núverandi kerfi dugir ekki ef Íslandi á að lánast að fara í orkuskipti og viðhalda samkeppnishæfni landsins. Nýtt kerfi þarf að taka mið af breyttum forsendum og markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þau sem halda fram nauðsyn eða mikilvægi þessarar miklu opinberu áætlunargerðar verða að færa rök fyrir því hvers vegna Ísland, eitt ríkja, geti ekki komið upp grænni orkuvinnslu með umhverfismati og skipulagsferli líkt og þau ríki sem við jafnan berum okkur saman við. Meira að segja Norðmenn, hvaðan hugmyndin um rammaáætlun var víst komin, luku sinni rammaáætlun 2016 sem tók einvörðungu til vatnaflsnýtingar. Hið nýja stjórnsýslukerfi þarf að vera skilvirkt og hagkvæmt, einfalt og almennt skýrt fyrirskrifað í lögum. Mikilvægt er að sveitarfélög sem vilja verði gert kleift að sýna frumkvæði og ábyrgð í loftslagsmálum með skipulagsvaldi sínu. Hið nýja kerfi þarf að fela í sér vandað umhverfismat, standast viðmið um góða stjórnsýslu, brjóta niður aðgangshindranir og leggja grunn að árangri i orkuskiptum með tilheyrandi þjóðhagslegum ávinningi. Þannig verður orkuskiptum náð örugglega og samkeppnishæfni landsins tryggð fyrir framtak fólks og fyrirtækja og tilstuðlan framsýnna stjórnmálamanna. Grein eftir Finn Beck framkvæmdastjóra SamorkuGreinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 3. júlí 2024.
20. júní 2024 Hröð þróun til rafvæðingar Helmingur allrar raforku í heiminum verður framleidd úr vind- og sólarorku árið 2040 og hækkar upp í 70% árið 2050. Raforkuþörf heimsins tvöfaldast til ársins 2050 og raforka verður að langstærstum hluta kolefnishlutlaus sama ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DNV, Energy Transition Outlook: New Power Systems. Í skýrslunni kemur fram að flutningskerfi raforku leiki algjört lykilhlutverk svo þetta geti orðið að veruleika. Flutningsgeta þeirra þurfi að tvöfaldast og innleiða þurfi nýjar lausnir til snjallvæðingar. Þá er einnig lögð áhersla á rafeldsneyti og orkugeymslur auk þess að endurskoða þurfi orkumarkaði svo þeir séu nægilega sveigjanlegir. DNV telur að samkeppnishæfni þjóða komi til með að ráðast af getuþeirra til að aðlagast þessum breyttu orkukerfum og aukinni raforkuþörf hratt og vel. Lesa má skýrslu DNV hér.
14. júní 2024 Rætt um rammann Podcast: Play in new window | Download (Duration: 43:55 — 39.5MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Breyta þarf því ferli hvernig við skilgreinum landsvæði til verndunar eða til orkunýtingar. Núverandi ferli hefur einfaldlega ekki náð þeim árangri sem lagt var upp með fyrir aldarfjórðungi síðan, hvorki til orkunýtingar eða til verndunar. Í þætti dagsins ræða Harpa Pétursdóttir forstöðukona nýrra orkukosta hjá Orkuveitunni og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun um rammaáætlun, hvað það er sem er ekki að virka í því ferli og hvernig líta þarf til aukinnar þekkingar, breyttra forsenda og breytts samfélags þegar stjórnvöld hefja nú ferli við að endurskoða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Katrín, Jóna, Lovísa og Harpa við upptöku þáttarins. Þáttastjórnendur: Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Lovísa Árnadóttir.
28. maí 2024 RARIK fagmeistari Samorku 2024 Lið RARIK bar sigur úr býtum í Fagkeppni Samorku á Fagþingi raforku sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 23. – 24. maí. Kampakátt lið RARIK ásamt forstjóra og aðstoðarforstjóra Keppt var í fjórum þrautum; Samsetningu á lágspennustreng, tengingu inn á götuskáp, tengingu inn á mæli og svo hið sívinsæla stígvélakast. Alls tóku sex lið þátt í keppninni sem voru frá Norðurorku, HS Veitum, Veitum, RARIK, Landsneti og Orkubúi Vestfjarða. Sex voru í dómnefnd, einn frá hverju þátttökufyrirtæki fyrir sig, fékk það vandasama verkefni að skera úr um sigurvegara í hverri þraut. Veitt voru verðlaun fyrir bestu frammistöðu í hverri grein. Lið RARIK vann keppni um lágspennustreng, Lið HS Veitna var hlutskarpast í tengingu inn á götuskáp, Veitur tengdu best inn á þriggja fasa mæli og þá kastaði lið RARIK stígvélinu lengst. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir tilþrif ársins, sem lið Landsnet hlaut og stuðningslið ársins sem RARIK átti. Bestum samanlögðum árangri náði lið RARIK og er því Fagmeistari Samorku 2024. Liðið varði þar með titilinn frá árinu 2019 í raforkutengdum þrautum, en er líka Fagmeistari í veitutengdum þrautum frá því í fyrra. Hér fylgja nokkrar skemmtilegar frá stórskemmtilegri keppni, en fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Samorku. Handagangur í öskjunni Lið Orkubús Vestfjarða Liðið frá Norðurorku ásamt forstjóra og samstarfsfólki Stígvélakast í fullum gangi Sigurkastið Lið RARIK í keppnistjaldinu
10. maí 2024 Auglýst eftir styrkjum til fráveituframkvæmda Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024. Þetta er í fjórða skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Í fjárlögum vegna ársins 2024 er gert ráð fyrir að 379 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Nánari upplýsingar um styrkhæfar framkvæmdir og annað er að finna á heimasíðu ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/05/08/Auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-til-fraveituframkvaemda/
Skattar og orkuvinnsla Samorka býður til opins fundar um skattamál orkugeirans. Fjallað verður um skattatillögur starfshóps stjórnvalda sem nú eru í úrvinnslu í fjármálaráðuneytinu. Þá verður fjallað um áskoranir þær sem felast í skattatillögunum fyrir orkugeirann. Fram koma: Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur, formaður starfshóps stjórnvaldaKatrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, en einnig verður hann sendur út á Teams.
12. apríl 2024 Ný stjórn tekin til starfa Ný stjórn Samorku kom saman til fyrsta fundar í byrjun apríl og skipti með sér verkum. Varaformaður stjórnar Samorku er áfram Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum, gjaldkeri er Páll Erland, HS Veitum og ritari er Magnús Kristjánsson, Orkusölunni. F.v. á mynd: Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar, Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna, Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, Páll Erland forstjóri HS Veitna, Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna og Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orka.
2. apríl 2024 Myndir frá ársfundi Samorku Fjölmennt var á ársfundi Samorku, Ómissandi innviðir, sem haldinn var í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 20. mars. Ljósmyndarinn Eyþór Árnason tók eftirfarandi ljósmyndir. Ársfundur 2024 60 Ársfundur 2024 59 Ársfundur 2024 58 Ársfundur 2024 57 Ársfundur 2024 56 Ársfundur 2024 55 Ársfundur 2024 54 Ársfundur 2024 53 Ársfundur 2024 52 Ársfundur 2024 51 Ársfundur 2024 50 Ársfundur 2024 49 Ársfundur 2024 48 Ársfundur 2024 47 Ársfundur 2024 46 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 Ársfundur 2024 « ‹ af 4 › »
20. mars 2024 100 milljarða skattaáhrif orku- og veitugeirans á ári Skattaleg áhrif orku- og veitugeirans eru um 100 milljarðar á ári hverju, eða um sex prósent af heildartekjum ríkissjóðs á árinu 2022. Framleiðsluverðmæti á starfsfólk er það hæsta hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Gunnars Haraldssonar hagfræðings Intellicon um þjóðhagslega þýðingu orku- og veituinnviða sem kynnt var á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í Hörpu í dag. Í úttektinni kemur fram að verðmæti orku- og veitustarfsemi fyrir samfélagið allt verði seint ofmetin, enda er hún undirstaða allra annarra atvinnugreina og lífsgæða í landinu. Rekstur og arðsemi orku- og veitufyrirtækjanna sjálfra er stöðug. Óvissa um orkuöryggi næstu áratuga ógni hins vegar þessari stöðu og núverandi skerðingar hafi þegar valdið þjóðarbúinu tjóni upp á marga milljarða. Ekki er útséð um hver endanleg áhrif þessara takmarkana yrðu. Í ályktun aðalfundar Samorku er kallað eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hvernig ná eigi markmiðum um kolefnishlutleysi, þar sem ljóst sé að á þeim vettvangi hafi orðið afturför á undanförnum mánuðum. Samtökin kalla einnig eftir því að leyfisveitingarferli verði einfölduð, þau gerð skilvirkari og að eitt og sama ferlið gildi um allar atvinnugreinar. Samorka leggur til að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð af. „Samorka leggur áherslu á að orkuframleiðsla verði aukin og flýtt fyrir uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa, að stjórnsýsla verði einfölduð og gerð skilvirkari, að orkunýtni verði aukin og að heildsölu- og smásölumarkaður sé skilvirkur“ segir Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku. Þá styðja samtökin áform stjórnvalda um að vindorka verði ein af grunnstoðum orkuöflunar landsins, auk vatnsafls og jarðhita. Ályktun Samorku í heild sinni: Ályktun aðalfundar Samorku 2024_samþykktDownload
20. mars 2024 Kallað eftir skýrri sýn stjórnvalda Í ályktun aðalfundar kalla samtökin eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hvernig ná eigi markmiðum um kolefnishlutleysi, þar sem ljóst sé að á þeim vettvangi hafi orðið afturför á undanförnum mánuðum. Samtökin kalla einnig eftir því að leyfisveitingarferli verði einfölduð, þau gerð skilvirkari og að eitt og sama ferlið gildi um allar atvinnugreinar. Samorka leggur til að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð af. Einnig kemur fram að allir orku- og veituinnviðir landsins standi nú frammi fyrir erfiðum áskorunum og skiptir þá engu hvort horft sé til vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu eða raforkumála. Miklar breytingar séu framundan sem kalli á uppbyggingu og miklar fjárfestingar, auk þess sem orku- og veitufyrirtæki glími við erfitt og ófyrirsjáanlegt leyfisveitinga- og skipulagsferli. Ályktun aðalfundar Samorku 2024_samþykkt