Tenging yfir hálendið besti valkosturinn

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets.

Frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.

Sjá nánar hér á vef Landsnets.