11. janúar 2023 Spurt og svarað um vindorku Podcast: Play in new window | Download (Duration: 31:17 — 39.9MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Það fer sjálfsagt ekki framhjá neinum að það er nokkuð vindasamt á Íslandi. Það þarf ekki að vera neikvætt, allavega ekki þegar kemur að því að nýta vind til framleiðslu á raforku. Þrátt fyrir að nýting vindorku sé vel þekkt í nágrannalöndum okkar og þróunin hafi verið mjög hröð síðustu ár er umræða um nýtingu tiltölulega ný hér á landi og hvergi í heiminum eru gerðar jafnmiklar kröfur um rannsóknir og undirbúning fyrir vindorkuverkefni. Í þættinum er farið yfir helstu vangaveltur um vindorkunýtingu með Helga Hjörvar, sem situr í sérfræðingahópi Samorku um vindorku og vinnur að þróun vindorkuverkefna hér á landi.
28. nóvember 2022 Matarkista Íslands í sókn Podcast: Play in new window | Download (Duration: 35:15 — 48.3MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Tækifæri til matvælaframleiðslu allt árið um kring á Suðurlandi eru fjölmörg. Til staðar er græn orka, gott ræktarland og staðgóð þekking í þágu nýsköpunar á þessu sviði. Til þess að virkja þessi tækifæri þarf bara að kveikja hugmyndirnar! Og það er einmitt aðalhlutverk Sveins Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Orkídeu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sveinn Aðalsteinsson er viðmælandi þáttarins.
18. nóvember 2022 Piss, kúkur, klósettpappír og allt hitt Podcast: Play in new window | Download (Duration: 42:12 — 45.1MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Fráveitan veitir þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Hún er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál í heiminum öllum. Fráveitan flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð. Það er mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu. Viðmælendur þáttarins eru Fjóla Jóhannesdóttir og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingar í fráveitu hjá Veitum og ræða um þessi verkefni sem þau fást við daglega. 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins. Af því tilefni bjóða Veitur í sögugöngu um fráveitu í miðborginni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17. Nánari upplýsingar um gönguna má sjá á Facebook.
27. október 2022 Frumkvöðlaflugeldasýning á Norðurlandi Podcast: Play in new window | Download (Duration: 41:39 — 48.4MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Í þætti dagsins ætlum við að heyra meira um Eim, hvað þau eru að fást við og ekki síst kynnast framkvæmdastjóranum betur, Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, sem segir að frumkvöðlar séu eins og rakettur, saman geti þeir myndað fallega flugeldasýningu. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.
22. september 2022 Langþráða hitaveitan á Akureyri Podcast: Play in new window | Download (Duration: 33:35 — 30.6MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | MoreHitaveituvæðing Akureyrarbæjar gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Leit að heitu vatni stóð yfir í áratugi og þegar það loksins fannst var hitaveitan lögð í bæinn á ótrúlega skömmum tíma með tilheyrandi raski. Enn þann dag í dag er það stór áskorun að sjá íbúum fyrir heitu vatni til framtíðar.Í þessum hlaðvarpsþætti rifjum við upp þá daga þegar hitaveita kom loksins til sögunnar á Akureyri og veltum fyrir okkur stöðu hennar og framtíð með Franz Árnasyni og Helga Jóhannessyni, fyrrum forstjórum Norðurorku. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.
29. ágúst 2022 Ævintýrið um íslensku hitaveituna Podcast: Play in new window | Download (Duration: 44:21 — 59.9MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Yfir 90% húsa á Íslandi eru hitaveituvædd, þ.e.a.s. hituð upp með jarðhita. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum einasta degi. En staðreyndin er sú að það er einstakt á heimsvísu að heil þjóð nýti sér þennan orkugjafa til húshitunar og það er í raun ótrúlega stutt síðan hitaveitan kom til sögunnar. Í þessum fyrsta þætti verður sagt frá því hvernig íslenska hitaveitan varð til. Viðmælandi þáttarins er Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sem þekkir sögu hitaveitunnar út og inn. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.