Spurt og svarað um vindorku

Það fer sjálfsagt ekki framhjá neinum að það er nokkuð vindasamt á Íslandi. Það þarf ekki að vera neikvætt, allavega ekki þegar kemur að því að nýta vind til framleiðslu á raforku.

Þrátt fyrir að nýting vindorku sé vel þekkt í nágrannalöndum okkar og þróunin hafi verið mjög hröð síðustu ár er umræða um nýtingu tiltölulega ný hér á landi og hvergi í heiminum eru gerðar jafnmiklar kröfur um rannsóknir og undirbúning fyrir vindorkuverkefni.

Í þættinum er farið yfir helstu vangaveltur um vindorkunýtingu með Helga Hjörvar, sem situr í sérfræðingahópi Samorku um vindorku og vinnur að þróun vindorkuverkefna hér á landi.