Sveitastelpan sem knýr framtíð loftslagsmála

Hér á landi er gróska fyrirtækja sem vinnur að orku- og veitutengdri nýsköpun og eitt þeirra er Alor, handhafi Nýsköpunarverðlauna Samorku árið 2022, sem vinnur að þróun nýrrar tegundar rafhlaðna.

Eftirspurn eftir rafhlöðum mun margfaldast á næstu árum, en gallinn er sá að þær sem við þekkjum í dag eru ekkert sérstaklega umhverfisvænar. Alor ætlar sér að breyta því.

Framkvæmdastýra Alor er Linda Fanney Valgeirsdóttir, menntaður lögfræðingur með nýsköpunarblóð í æðum sem nýlega lenti á lista StartUp Basecamp yfir konur sem knýja framtíð loftslagsmála í heiminum.

Í þætti dagsins ætlum við að kynnast henni aðeins betur og heyra meira um umhverfisvænu og sjálfbæru rafhlöðurnar sem fyrirtækið vinnur að.  

Lovísa Árnadóttir, þáttastjórnandi og Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor.
Hlaðvarp