19. janúar 2007 Ný reglugerð um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum Ný reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum tók gildi í nóvember sl. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að fyrir hendi sé kerfisbundið vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma því starfi á og það á að taka til fyrirtækisins í heild og á allar vinnuaðstæður sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Samkvæmt reglugerðinni ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og í henni felst m.a. að það á að gera áhættumat og skipuleggja forvarnir. Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnu þriðjudaginn 23. janúar til að kynna reglugerðina. Skráning á ráðstefnuna er á netfangið ingibjorg@ver.is. Aðgangur er ókeypis. Sjá dagskrá á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is
10. janúar 2007 ESB: 20% orku verði endurnýjanleg árið 2020 10. janúar 2007 ESB: 20% orku verði endurnýjanleg árið 2020 á Íslandi er hlutfallið rúm 70% og fer vaxandi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sett sér markmið um að árið 2020 verði 20% orkunotkunar innan sambandsins fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Árið 1997 setti ESB sér markmið um að árið 2010 yrði þetta hlutfall 12%, en nú mun ljóst að það markmið muni ekki nást. Á Íslandi er þetta sama hlutfall hins vegar rúm 70% og fer vaxandi með tilkomu nýrra gufu- og vatnsaflsvirkjana. Orkumálin sett í forgang Í formennskuáherslum þýsku ríkisstjórnarinnar, sem nú leiðir ráðherraráð ESB, eru orkumálin meðal helstu skilgreindra forgangsmála. Meðal annars er lögð áhersla á nauðsyn aukins öryggis í aðgengi að orkugjöfum innan ESB, og á aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa í orkuneyslu innan sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú jafnframt sett fram fyrrnefnt markmið um 20% hlutfall endurnýjanlegrar orku árið 2020. Óhætt er að segja að markmið þetta sé metnaðarfullt, í ljósi þess að ekki virðist ætla að takast að ná fyrra markmiði um 12% árið 2010. Hins vegar er mikið ánægjuefni að framkvæmdastjórn ESB hafi sett sér þessi metnaðarfullu markmið, en hvatarnir eru jú m.a. þeir að ná að draga úr losun koltvísýrings sem stafar af brennslu jarðefnaeldsneyta annars vegar, og að auka öryggi í aðgengi að orkugjöfum fyrir almenning og atvinnulíf í löndum ESB hins vegar. Markmið þessi eru sett fram sem hluti af víðtækri stefnumótun ESB á sviðum loftslags- og orkumála. Ólík staða hérlendis Staðan er hins vegar talsvert önnur á Íslandi. Hér eru rúm 70% orkunotkunar fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og fer hlutfallið raunar vaxandi með tilkomu nýrra gufu- og vatnsaflsvirkjana (innflutt orka er einkum notuð við fiskveiðar og samgöngur). Þetta háa hlutfall hreinnar orku vekur sífellt meiri athygli annarra þjóða og íslensk orkufyrirtæki, verkfræðistofur og fjármálafyrirtæki sinna nú fjölþættum verkefnum víða um heim í krafti þeirrar miklu þekkingar sem hér hefur verið þróuð á þessu sviði. Hrein orka og endurnýjanlegir orkugjafar eru þess vegna meðal mikilvægustu eiginleika í „vörumerkinu Íslandi“ og ljóst að Íslendingar eiga gríðarleg tækifæri á sviði orkumála, sem færast sífellt framar á forgangslista sjórnvalda um veröld alla.
11. desember 2006 Nýr starfsmaður til Samorku Gústaf Adolf kemur frá Samtökum atvinnulífsins, þar sem hann hefur s.l. 5 ár gegnt starfi forstöðumanns stefnumótunar- og samskiptaviðs. Hjá Samorku mun hann gegna starfi aðstoðarframkvæmdastjóra og sem slíkur mun hann starfa að upplýsinga- og kynningarmálum, ásamt því að vera staðgengill framkvæmdastjóra. Gústaf Adolf hefur störf um n.k. áramót og bíður stjórn og starfsfólk hann velkominn til starfa.
27. nóvember 2006 Að festast í heygarðshorninu, blaðagrein um rafsegulgeislun. Samorka hefur á undanförnum árum fylgst vel með þeirri umræðu sem fram hefur farið um hugsanlega skaðsemi af völdum áhrifa háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann. Umræðan um þetta mál, bæði hér á landi og erlendis, hefur á stundum viljað fara út um allar koppagrundir. Með því að smella á tengilinn hér að neðan má lesa grein Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlisfræðings, sem birtist í Morgunblaðinu 29. október s.l. Greinin er ekki minnst athyglisverð fyrir þær sakir að þarna er fjallað um málið á þann raunhæfa hátt sem við teljum að eigi við hér á landi. Lesa grein
2. nóvember 2006 Veitustjórafundur 2006 verður 7. des. á Grand Hótel Reykjavík Veitustjórafundurinn 2006 Kynningarbréf Drög að dagskrá
10. október 2006 Orkuþing 2006 Orkuþingsbókin sem pdf. skjal Skjalið er 12 Mb, því getur tekið góða stund að opna það. Dagskrá þingsins, með tengingu á glærukynningar Ávarp iðnaðarráðherra við setningu Orkuþings 2006
14. ágúst 2006 Tæknilegir Tengiskilmálar Rafdreifingar-TTR Bókin er til afgreiðslu á skrifstofu Samorku. Hún kosrar kr. 1.200.- Þann hluta heftisins sem birtur er í stjórnartíðindum má finna á slóð stjórnartíðinda: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7898a38f-fe4c-4f28-9b6a-aaab7385cd12 Hægt er að nálgast heftið hér. Kynning á bókinni meðal rafverktaka hefur farið fram, sjá frétt á heimasíðu SART
17. júlí 2006 Hitaveita í Álaborg og Lögstör heimsótt Íslenskt hitaveitufólk heimsótti hitaveituna í Álaborg og rörfyrirtækið Lögstör í byrjun júní sl. Hitaveitan í Álaborg er í eigu sveitarfélagins sem er orðið sjaldgæft í Danmörku en er að mati starfsmanna ein besta og ódýrasta hitaveita landsins. Varminn er afgangsvarmi frá sementsverksmiðjunni 43%, rafmagnsorkuveri 54% og eigin framleiðsla 3%. Salan er um 30 milljón tonn á ári. Um 97% húsnæðis á veitusvæðinu er tengt hitaveitunni. Veltan er um 500 milljón DKK. Fjöldi starfsmanna er 83. Það kostar um 7.320 DKK á ári að hita 150 fermetra einbýlishús með hitaveitu í Álaborg og af því er fastur kostnaður 40%. Veitan hefur nú nýverið komið á ISO 14001 og OHSAS 18001. Verið hefur í gangi kerfisbundin endurnýjun á lagnakerfinu og er meðalaldur lagna nú 12 – 13 ár. Áður var blæðivatn um 40% og fór hæst í um 55% en er nú um 10%. Góð reynsla hefur verið af því að hafa rör með lekavörn. Rörafyrirtækið Lögstör hefur nú verið sameinað úr tveimur stórum rörafyrirtækjum og eru nú í eigu alþjóðlegra fjárfesta. Höfuðstöðvarnar eru í Lögstör en að auki eru reknar sjö aðrar verksmiðjur vítt um Evrópu. Einnig er fyrirtæki í Kína og Kóreu. Söluaðilar eru í 28 löndum og starfsmenn eru 1200 talsins. Velta fyrirtækisins er um 250 Milljón Evrur. Það framleiðir rör fyrir hitaveitur, kælilveitur, olíu og gas, og sjóveitur. Foreinangruð rör eru fyrir sviðið -200°C til +315°C. Tekið var vel á móti hitaveitufólki á báðum stöðum. Sjá myndir úr ferðinni
11. júlí 2006 Valgarður Stefánsson látinn Stjórn og starfsfólk Samorku senda konu hans, Ingibjörgu Guðlaugsdóttur og öðrum ástvinum, innilegustu samúðarkveðjur. Nánari upplýsingar um Valgarð Stefánsson er að finna á heimasíðu ÍSOR: www.isor.is
28. júní 2006 Freysteinn fær John Snow verðlaunin Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun var heiðraður á Norræni vatnsveituráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum Samorku og systrasamtaka vatnsveitna á Norðurlöndum. Hann fékk hin norrænu John Snow “Pump Handle Award” ársins 2006. Sú viðurkenning er veitt fyrir einstakt framlag í þágu betra og heilnæmara neysluvatns. John Snow var enskur læknir sem var upphafsmaður þessa að beita faraldsfræðilegum rannsóknum við rannsóknir á vatnsbornum sýkingum. Hann stöðvaði kólerufaraldur í Soho í London um miðja nítjándu öldina með því að taka handfang af brunni í hverfinu. Á þessum tíma var ekki búið að finna bakteríuna sem veldur kóleru og því var trúað að kólera bærist með lofti. Freysteinn hefur starfað sem jarðfræðingur í áratugi og unnið að því að finna neysluvatn fyrir vatnsveitur vítt um land. Hann hefur verið óþreytandi í því að ráðleggja og leiðbeina um hvernig best skuli staðið að virkjun og verndun vatnsins. Hann hefur haldið fjölda erinda og námskeiða um efnið og verið stjórnvöldum til ráðuneytis um gerð laga og reglugerða sem tryggja gæði vatnsins. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.