8. júní 2023 332 tillögur um samdrátt í losun atvinnugreina Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í gær, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Til að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum náist þurfa allir að leggjast á eitt — stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og almenningur í landinu. Það er ánægjulegt að sjá að atvinnulífið hefur stigið þetta skref til þátttöku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og upplifa þann metnað og áhuga sem þessar 11 atvinnugreinar sýna með vegvísum sínum. Vegvísarnir verða innlegg í uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld ætla að kynna fyrir lok árs og hlakka ég til að halda verkefninu áfram.” Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að sett markmið náist. Ennfremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti. Í því skyni var ákveðið að koma Loftslagsvegvísum atvinnulífsins á legg, en markmið verkefnisins er að auka samstarf og samtal á milli atvinnulífs og stjórnvalda um tækifæri til samdráttar í losun í þeim tilgangi að hraða aðgerðum í þágu loftslagsmarkmiða Íslands og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ein af grunnforsendum skilvirkrar vinnu að loftslagsmarkmiðum er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir. Á Grænþingi í Hröpu í gær kynntu fulltrúar atvinnugreinanna vegvísa sína, þar sem rauði þráðurinn var: Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni Hvatar vegna loftslagstengdra fjárfestinga og framleiðslu Nýsköpun og rannsóknir Bætt hringrás Loftslagsvegvísar atvinnulífsins innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa, sem hafa margir hverjir mælanleg markmið . Þeir geyma einnig sértækar aðgerðir og úrbótatillögur sem snúa bæði að atvinnulífinu og stjórnvöldum um umbætur í loftslagsmálum. Vegvísarnir eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega og mun þeim fjölga með uppfærslu aðgerða og fjölgun atvinnugreina. Hægt er að nálgast vegvísana inn á www.loftslagsvegvisar.is.
2. júní 2023 Styrkir til jarðhitaleitar Ákveðið hefur verið að ráðast í átak í jarðhitaleit og frekari nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Átakinu er ætlað að styðja viðloftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar, sem og markmið í orkumálum í fjármálaáætlun 2024-2028; um tryggt orkuöryggi fyrir alla landsmenn, aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa íorkubúskap Íslands og jöfnun orkukostnaðar á landsvísu. Átakið miðar að því að veita stuðning við verkefni sem hafa það að markmiði að hefja nýtingujarðhita til almennrar húshitunar, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía tilhúshitunar. Einkum er horft til svæða þar sem vísbendingar eru um að finna megi heitt vatnsem nýta megi beint inn á hitaveitu eða volgt vatn í nægilegu magni sem nýta megi á miðlægavarmadælu á svæðum þar sem innviðir fyrir veitu eru þegar til staðar. Áhersla er lögð á að styrkja verkefni þar sem nokkur þekking á jarðhita viðkomandi svæðis erfyrir hendi og snúa þá að því að hefja nýtingu eða frekari rannsóknum með vísan í fyrriniðurstöður. Umsóknafrestur er til 3. júlí 2023. Til ráðstöfunar eru 450 m.kr. Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulusendar til Orkusjóðs í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: https://gattin.os.is Hér má finna reglur um Jarðhitaleitarstyrki
2. júní 2023 Agnes Ástvaldsdóttir ráðin verkefnastjóri faghópa Agnes Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri faghópa hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Agnes hefur frá 2017 starfað sem verkefnastjóri þróunar og nýsköpunarverkefna í þróunardeild Össur. Þar áður vann hún í fimm ár sem verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli og á framkvæmdasviði Ljósleiðarans. Agnes hefur yfir 10 ára reynslu sem verkefnastjóri og er með IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hún er MSc. gráðu í Nýsköpunarverkfræði frá Technical University of Denmark (DTU) og leggur stund á EMBA við Háskólann í Reykjavík. Agnes hóf störf 1. júní.
11. maí 2023 Lið RARIK Fagmeistari Samorku 2023 Lið RARIK varð hlutskarpast í veitukeppninni 2023 sem haldin var á Selfossi í tengslum við Fagþing hita-, vatns- og fráveitna. Lið RARIK fagnar sigri. Alls kepptu sex lið frá jafnmörgum veitum í stórskemmtilegum þrautum þar sem reyndi bæði á fagleg og skjót vinnubrögð. Greinarnar voru gott bland af faglegum keppnisgreinum og greinum þar sem bolta- og stígvélaleikni voru í aðalhlutverki. Keppnin var hluti af framkvæmda- og tæknideginum sem er fyrsti dagur Fagþings Samorku og tileinkaður fag- og framlínufólki í orku- og veitugeiranum. Fleiri myndir frá deginum má sjá á Facebooksíðu Samorku.
25. apríl 2023 Skráning á Fagþing í fullum gangi Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí. Á dagskrá eru metnaðarfull erindi um allt sem efst er á baugi í veitumálum frá sérfræðingum í hita-, vatns- og fráveitu auk annarra sem að málaflokknum koma. Miðvikudaginn 3. maí er verður Framkvæmda- og tæknidagurinn haldinn í þriðja sinn. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum og má búast við skemmtilegum degi með blöndu af fyrirlestrum og keppni í hinum ýmsu veitutengdu greinum þar sem eitt lið stendur uppi sem Fagmeistari Samorku 2023. 16 fyrirtæki taka þátt í vöru- og þjónustusýningu á þinginu og að auki verður hátíðarkvöldverður og skemmtun. Skráning á þingið stendur yfir út þessa viku. Nafn Fyrirtæki Netfang (required) Vinsamlegast hakið í þá liði sem þið hyggist taka þátt í: Ég mæti á Fagþing 2023 4.-5. maí - 49.900 kr. Ég mæti á Framkvæmda- og tæknidaginn 3. maí (ætlað starfsfólki veitu- og orkufyrirtækja) – 12.900 kr. Ég mæti á hátíðarkvöldverð og skemmtun 4. maí – 15.900 kr. Ég vil grænkeramatseðil. Hátíðarkvöldverður og skemmtun fyrir maka/gest – 15.900 kr. Maki/gestur vill grænkeramatseðil. Ég mæti í skemmti- og vísindaferð (skráning nauðsynleg til að áætla sæti í rútu). Δ
28. mars 2023 Ársskýrsla 2022 Ársskýrsla Samorku kom út þann 15. mars. Þar má finna umfjöllun um það helsta úr starfi Samorku starfsárið 2022. Ársskýrslan er rafræn og má finna á eftirfarandi hlekk: https://arsskyrsla2022.samorka.is/
15. mars 2023 Kristín Linda nýr stjórnarformaður Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við af Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar. Þrjú ný taka sæti í stjórn Samorku; Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, hjá HS Orku, Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Í stjórn Samorku sitja jafnframt áfram þau Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Steinn Leó Sigurðsson, sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs hjá Skagafjarðarveitum. Þá voru þau Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, og Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar, kjörin varamenn í fyrsta sinn. Fyrir eru Aðalsteinn Þórhallsson, Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varamenn í stjórn. Stjórn Samorku er því þannig skipuð að loknum aðalfundi 2023: Aðalmenn: Kristín Linda Árnadóttir, formaður stjórnar Björk Þórarinsdóttir, HS Orku Páll Erland, HS Veitum Magnús Kristjánsson, Orkusölunni Steinn Leó Sveinsson, Skagafjarðarveitum Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum Varamenn: Aðalsteinn Þórhallsson, HEF Eyþór Björnsson, Norðurorka Harpa Pétursdóttir, Orka náttúrunnar Jón Trausti Kárason, Veitum Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023 Orku- og veituinnviðir eru ein helsta undirstaða samfélagsins. Þeir færa íbúum og fyrirtækjum raforku, heitt og kalt vatn og góða fráveitu, sem er forsenda annarrar atvinnustarfsemi og lífsgæða í landinu. Orkuskiptin sem framundan eru kalla á umbyltingu þessara innviða og umfangsmiklar fjárfestingar. Ársfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 15. mars á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 13. Umfjöllunarefnið að þessu sinni eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku. Kynnt verður ný greining um fjárfestingaþörf í orku- og veituinnviðum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um 90 mínútur. Fram koma: Nýkjörinn stjórnarformaður SamorkuUmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Guðlaugur Þór ÞórðarsonFinnur Beck, framkvæmdastjóri SamorkuAlmar Barja, fagsviðsstjóri SamorkuBaldur Dýrfjörð, lögfræðingur SamorkuLovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Orkuskiptin um allt land – myndbandsinnslög um uppbyggingaráform um orkuskipti og reynslu af þeim sem þegar eru komin í gagnið. Pallborðsumræður: Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinuGuðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri LandsnetsÍris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í VestmannaeyjumJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarKjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIKSólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna Léttar veitingar í fundarlok. Aðgangur er ókeypis er skráningar er óskað í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla sætafjölda og lágmarka matarsóun. Fundinum verður einnig streymt á vef Samorku og á Facebook Samorku. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ
14. febrúar 2023 Orkuveita Reykjavíkur hlaut Menntasprotann 2023 Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins og Vaxtarsprotar OR hljóta Menntasprotann 2023. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Vaxtasprotar OR hljóta Menntasprotann 2023 Fulltrúar OR taka við Menntasprotanum í Hörpu í dag. Orkuveita Reykjavíkur hlaut í morgun Menntasprotann árið 2023 fyrir verkefnið „vaxtarsprotar“ – leiðtogaþjálfun. Verkefnið er nýtt hjá OR og öllum dótturfélögum fyrirtækisins með það að markmiði að þróa vinnustaðina og breytta menningu til þess að takast betur á við síbreytilegt umhverfi og auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Dótturfyrirtæki OR eru afar fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að vera innviðafyrirtæki með einum eða öðrum hætti. Þar er bæði verið að framleiða og selja orku, reka margar af mikilvægustu auðlindum landsins, byggju upp fjarskiptainnviði en einnig er lögð mikil áhersla á rannsóknir og nýsköpun á fjölbreyttum sviðum t.d. á sviði kolefnisföngunar og förgunar. Eitt af markmiðunum er að nýta leiðtoga þvert á verkefni og vinnustöðvar sem hluta af lærdómsferli leiðtogans en um leið kynna vaxtarsprotana úti í fyrirtækjunum. „Í nútíma samfélagi þar sem sífelldar breytingar eru veruleikinn er mikilvægt að vinna að stöðugri nýsköpun og framþróun í þjónustu við viðskiptavini. Með verkefninu „vaxtarsprotar“ setti OR á dagskrá þjálfun starfsfólks í nýrri færni og vexti þar sem sveigjanleiki er aukinn og hraðar er hægt að bregðast við áskorunum, óvæntum uppákomum en síðast en ekki síst nýjum tækifærum.“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðsstýra OR. Skapar virði fyrir vinnustaðinn Með vaxtarsprotanum fær starfsfólk tækifæri til þess að fá þjálfun til að draga fram sterkan umbótavilja og verkfæri til að hjálpa öðrum að vaxa og takast á við breytingar þar sem samskiptatæknin er lykill að árangri. Mikil ásókn er hjá starfsfólki að komast í þessa þjálfun sem stendur samanlagt í níu mánuði. OR leggur áhersla á að þjálfunin sé tengd við raunveruleg verkefni (e. learn by doing) og hefur þetta þjálfunarprógram hitt í mark og umsækjendur skipta tugum. „Ferðalagið var ótrúlegt og lærdómskúrfan mín rauk upp í veldisvexti. Bæði lærði ég mikið inn á sjálfa mig og hvernig er árangursríkast að vinna með mig og annað fólk í kringum mig en ekki síst hvernig ég get skapað meira virði fyrir vinnustaðinn minn“. Svona lýsir einn leiðtoginn sínu ferðalagi og árangrinum af þessu skemmtilega og spennandi verkefni. Verkefni sem byggir á framsýni, forvitni og tileinkun nýrra aðferða og tækni. Verðlaunin voru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu í dag. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þvert á atvinnugreinar og var haldinn í tíunda sinn í ár. Menntaverðlaunin eru valin af dómnefnd úr fjölda tilnefninga og veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Yfirskrift menntadagsins að þessu sinni var Færniþörf á vinnumarkaði og hér má horfa á fundinn á upptöku. Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins.
Menntadagur atvinnulífsins 2023 Menntadagur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn í ár ber yfirskriftina Færniþörf á vinnumarkaði og er haldinn í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér: Skráningarhlekkur Á fundinum greinum við eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða einfaldlega í fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahagslífi verði minni en ella hefði orðið. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð, breytingar varðandi dvalar- og atvinnuleyfi erlends starfsfólks og öðru sem aukið gæti sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði gagnast best ef ákvörðunin er byggð á áreiðanlegum gögnum. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Fjölbreytt dagskrá Meðal þeirra sem koma fram: Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA kynnir niðurstöður könnunar og greiningu á færniþörf á vinnumarkaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Áslaug Arna Ásbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Fjöldi atvinnurekenda og mannauðsstjóra þvert á atvinnugreinar tjáir sig um færniþörf síns geira og framtíð menntamála á Íslandi Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannsson, afhendir loks menntaverðlaun atvinnulífsins venju samkvæmt þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið sem fara fyrir óháða valnefnd. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku , Samtaka ferðaþjónustunnar , Samtaka fjármálafyrirtækja , Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Samtaka iðnaðarins , Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins .