Vísindaferð VAFRÍ til að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á Suðurlandi

Vatns- og Fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) heldur vísindaferð til Suðurlands fimmtudaginn 25. september kl 12:30-18.  Markmið ferðarinnar er að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á svæðinu.  Heimsótt verða helstu mannvirki og hlýtt á fræðslufyrirlestra frá fulltrúum veitna, fráveitna, verkfræðistofu og stofnanna (Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og MAST). 

Dagskrá ferðarinnar má sjá hér.

Allir eru velkomnir! Þátttökugjald er 1000 kr, ókeypis fyrir félagsmenn VAFRÍ.

Áhugasamir geta skráð sig í ferðina á

https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=6639

Mikill vöxtur í endurnýjanlegri orkuframleiðslu

Raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Ef einungis er horft til evrópskra aðildarríkja OECD nam aukningin árið 2013 6% og nemur endurnýjanleg orka nú 30% allrar raforkuframleiðslu landanna. IEA spáir því að árið 2020 muni endurnýjanleg orka nema 26% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Lesa má um skýrsluna hér á vef IEA, en þess má geta að á Íslandi eru 99,9% allrar raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Afhendingaröryggi raforku bætt á Vestfjörðum

Landsnet og Orkubú Vestfjarða hafa tekið í notkun nýtt tengivirki á Ísafirði. Þá hafa styrkingar farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok. Er þessum framkvæmdum ætlað að efla afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, sem ekki hefur verið ásættanlegt undanfarin ár. Sjá nánar á vef Landsnets.

Lagning Hverahlíðarlagnar að hefjast

Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefjast handa við lagningu gufulagnar sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun. Líkt og greint var frá í júní í fyrra þarf að efla gufuöflun til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Afráðið var að nýta borholur sem þegar höfðu verið boraðar við Hverahlíð. Sjá nánar á vef Orkuveitu Reykjavíkur.

Jarðfræðimálþing „Í fótspor Walkers“ 30. – 31. ágúst 2014 á Breiðdalsvík

Til að heiðra minningu breska jarðfræðingsins George P.L. Walkers og vekja áhuga á jarðfræði Austurlands, mun Breiðdalssetur standa fyrir málþingi um jarðfræði Austurlands helgina 30.-31. ágúst 2014. Markmið málþingsins er að kynna fyrir almenningi sem og fræðimönnum núverandi rannsóknir á jarðlagastafla Austurlands og hagnýtingu hennar í dag (t.d. jarðhitaleit og jarðgangnagerð). Sjá nánar á vef Breiðdalsseturs

9. Norræna vatnsveituráðstefnan haldin í Helsinki

9. Norræna vatnsveituráðstefnan fór fram í Helsinki þann 2.-4. júní síðastliðinn. Sigurjón Norberg Kjærnested framkvæmdastjóri veitusviðs Samorku sótti ráðstefnuna fyrir hönd Samorku, ásamt því að sitja í skipulagsnefnd fyrir ráðstefnuna.

Erindin frá ráðstefnunni má nálgast hér:

Ráðstefnunni var skipt upp í eftirfarandi málstofur:

  1. Management
  2. Microbial quality
  3. Microbiological risk analysis
  4. NOM and membranes
  5. Water Safety Plans
  6. Safety of water supply
  7. Treatment
  8. Distribution

Vel var mætt á ráðstefnuna (yfir 200 manns) og henni gerður góður rómur meðal þátttakenda.

Í lok ráðstefnunnar bauð Sigurjón, fyrir hönd Samorku, þátttakendum að sækja Ísland heim þegar ráðstefnan verður haldin á okkar vegum árið 2016.