Nýr vefur um vatnsiðnað

Opnaður hefur verið vefurinn vatnsidnadur.net, þar sem fjallað er um íslenskan og erlendan vatnsiðnað í víðum skilningi. Þar má t.d. finna upplýsingar um veitur, virkjanir, hönnuði, verktaka, söluaðila, menntastofnanir og margt fleira, auk ýmiss konar fróðleiks og frétta sem tengjast nýtingu vatns. Samorka er einn fjölmargra aðila sem stutt hafa við þróun og opnun síðunnar. Síðuna má nálgast hér.