Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu

Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Fjölbreyttur hópur leggur orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið, en sérstakur gestur er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics.

Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað.

Sjá nánar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli eftir röðun í nýtingarflokk

Ákvörðun um að raða tilteknum orkukosti í nýtingarflokk rammaáætlunar þarf alls ekki að þýða að umrædd virkjun eigi eftir að rísa.

Að lokinni röðun í nýtingarflokk taka við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsferli og ferli leyfisveitinga, kjósi eitthvert orkufyrirtæki að þróa umræddan orkukost áfram. Út úr þeim ferlum getur hæglega komið sú niðurstaða að ekkert verði af umræddum framkvæmdum, eða að á upphaflegum hugmyndum verði gerðar verulegar breytingar og kveðið á um að grípa þurfi til ýmiss konar mótvægisaðgerða.

Hið sama á við um röðun í verndarflokk rammaáætlunar. Sú röðun hefur í för með sér að hefja skuli undirbúning friðlýsingar gagnvart orkunýtingu á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli þjóðminjalaga. Einnig þar er um að ræða vandað og lýðræðislegt stjórnsýsluferli.

Hér má sjá skema sem Samorka hefur fengið verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Eflu til að taka saman, þar sem lýst er myndrænt umræddum stjórnsýsluferlum við virkjun jarðhita, en þeir eru nánast hinir sömu við virkjun vatnsafls. Líkt og sjá má geta slík ferli staðið yfir í fjölda ára, í kjölfar ákvörðunar um að þróa áfram tiltekinn orkukost.

Tillögu að drögum verkefnastjórnar má sjá á heimasíðu áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Hitaveitur spara 272 þús á hvern íbúa landsins árlega

Sparnaður Íslendinga vegna jarðhita til húshitunar í stað olíu nam 89 milljörðum fyrir árið 2014, eða 272 þúsundum á hvert mannsbarn. Sparnaðurinn er í hreinum gjaldeyri, þar sem olía er flutt inn til landsins. 89 milljarðar eru 8,3% af heildar gjaldeyristekjum Íslands árið 2014.

Hitaveitur Íslendinga spara þar að auki mikla losun gróðurhúsalofttegunda því jarðvarmi er græn, endurnýjanleg orka sem hægt er að virkja með sjálfbærum hætti en svo er ekki með olíu og kol.

Nánari upplýsingar og fleiri tölur má sjá á vef Orkustofnunar, meðal annars sparnaðinn í sögulegu samhengi allt frá því að stigin voru fyrstu skrefin í nýtingu jarðvarma til húshitunar árið 1914.

Nýting og verndun vatns á morgunfundi

Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin bjóða til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 31. mars. Fjallað verður um vatn af tilefni alþjóðlegum Degi vatnsins sem haldinn var hátíðlegur 22. mars.

Dagskrá fundarins:

Án vatns er enginn vinnandi vegur Sveinn Agnarsson, Háskóla Íslands

Að veita vatni Hólmfríður Sigurðardóttir, Orkuveitu Reykjavíkur

Verndun og nýting vatns: Siðferðislegar spurningar Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8 en dagskrá fundarins hefst 8.30. Áætluð fundarlok eru kl. 10. Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið skraning@vedur.is fyrir kl. 12 þann 30. mars.

Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta á miðvikudaginn, 30. mars. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir:

31.3. – Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16
6.4. – Grindavík, Gjáin, kl. 20-22
7.4. – Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30
7.4. – Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30
11.4. – Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22
12.4. – Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14
12.4. – Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22
13.4. – Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22
Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig.

Á vef um rammaáætlun má finna upplýsingar um allt sem við henni kemur, meðal annars skilgreiningu á rammaáætlun og lög sem um hana gilda.

Vatn og vinna á alþjóðlegum Degi vatnsins

Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur Dagur vatnsins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert til að minna okkur á að gott aðgengi að þessari mikilvægu auðlind er ekki sjálfgefið og til að kynna ýmis baráttumál tengd vatni svo fólk geti látið þau sig varða.

UN Water samtökin standa fyrir þessum árlega alþjóðlega Degi vatnsins og þema ársins 2016 er vatn og vinna. Milljónir manna vinna störf sem beint eða óbeint tengjast vatni og að koma því til skila til neytandans á öruggan hátt. Svo má segja að langflest störf séu bókstaflega háð vatni, þar sem aðgengi að hreinu vatni og fráveitu gjörbreytir aðstæðum á vinnustöðum og lífsgæðum vinnandi fólks á allan hátt.

Veitur ohf, aðildarfélagi í Samorku, birtir á heimasíðu sinni umfjöllun um vatn og dýrmæt vatnsból Íslendinga.

Á heimasíðu UN Water er fjallað ítarlega um daginn og ýmis verkefni honum tengd. Þar má finna fræðsluefni um vatn og fólk er hvatt til að tjá sig á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #WorldWaterDay. Einnig má sjá skemmtilegt video um þema ársins í ár á YouTube.

Landsnet býður til vorfundar

Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 5. apríl kl. 9-11. Fundurinn er öllum opinn en óskað er skráningar.

Dagskráin er eftirfarandi:

Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar – og viðskiptaráðherra.
Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir – Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor.
Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Fyrirspurnir og umræður