Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta á miðvikudaginn, 30. mars. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir:

31.3. – Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16
6.4. – Grindavík, Gjáin, kl. 20-22
7.4. – Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30
7.4. – Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30
11.4. – Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22
12.4. – Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14
12.4. – Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22
13.4. – Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22
Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig.

Á vef um rammaáætlun má finna upplýsingar um allt sem við henni kemur, meðal annars skilgreiningu á rammaáætlun og lög sem um hana gilda.