Nýjar litamerkingar lágspennustrengja

Nú hefur tekið gildi nýr staðall SAM HD 308 S2 um litamerkingu lágspennustrengja. Nýir strengir sem fluttir eru til landsins eru flestir með þessari merkingu. Þarna er um svo veigamiklar breytingar að ræða að Samorka taldi rétt að gefa út leiðbeiningar til starfsmanna veitna og rafverktaka almennt. Sérstaklega þarf mikla aðgæslu við tengivinnu þar sem nýr strengur er tengdur við eldri streng. Samorka beinir því til starfsmanna rafveitna að heimtaugaendar verði með sérstöku merkispjaldi sem tilgreini fasaröðina. Smellið hér til að fá PDF skjalið Litamerkingar strengja.

Gengið til samninga um kaup á ljósastaurum

Lokið er við að ganga frá samningum varðandi sameiginlegt útboð á ljósastaurum fyrir veitufyrirtækin. Það var innkaupastjórahópurinn sem starfar innan Samorku sem hafði veg og vanda að verkefninu. Boðið var út á evrópska efnahagssvæðinu og bárust alls 10 tilboð frá 8 bjóðendum í jafn mörgum löndum, meðal annars frá Kína og Suður-Arabíu. Ákveðið var að ganga til samninga við Sandblástur og málmhúðun á Akureyri sem reyndist eiga hagstæðasta tilboðið þegar tekið hafði verið tillit til allra þátta. Samið er um kaup á 6.317 staurum ásamt tilheyrandi aukahltum, alls kr. 101.554.151.- Afhending fari fram á næstu þremur árum. Í innkaupastjórahópnum eru Guðmundur Björnsson Hitaveitu Suðurnesja formaður, Gylfi Guðmundsson Orkubúi Vestfjarða, Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson Orkuveitu Reykjavíkur, Jóhann Bjarnason Rarik, Magnús Finnsson Norðurorku, Þorbergur Halldórsson Landsvirkjun og Sigurður Ágústsson Samorku. Ráðgjafi hópsins var Þór Sigurjónsson hjá Línuhönnun. Myndin sýnir hluta hópsins ásamt Jón Dan Jóhannsson og Steingrím Pétursson frá Sandblæstri og Málmhúðun. Á myndina vantar fulltrúa OR,NO og LV.

Fjölmennur og velheppnaður Vorfundur Samorku

Alls voru fluttir 43 fyrirlestrar og ávörp. Rætt var um boranir og virkjun jarðhita, umhverfismál, nýtt viðskiptaumhverfi raforkufyrirtækja, vatnsvernd, brunavarnir, lög og reglugerðir veitna og rafræn samskipti. Fyrirlesarar komu víða að, m.a. frá aðildarfélögum Samorku, frá fyrirtækjum og stofnunum utan við samtökin, frá þátttakendum í sýningunni og tveir fyrirlesarar komu frá Svíþjóð. Fyrirlestrarnir og eða úrdrættir úr þeim fylgdu ráðstefnugögnum á geisladiski. Þeir verða einnig aðgengilegir hér á heimasíðu Samorku. Vorfundinum lauk síðan með hópferð til Húsavíkur þar sem skoðað var nýtt orkuver Orkuveitu Húsavíkur og hvalasafn. Hér á heimasíðunni eru nokkrar myndir sem teknar voru á fundinum.

Raforkuverðssamanburður 1. jan. 2002

Raforkuverðssamanburður EURELECTRIC 1. jan. 2002 er kominn út. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á síðunni til hægri „Gjaldskrársamanburður“ => „Rafmagn erlent“. Að þessu sinni taka 30 lönd þátt í samanburðinum. Gerður er samanburður á töxtum með og án skatta, heimilis og iðnaðarnotkunar

Aðalfundur Samorku

Aðalfundur Samorku var haldinn 15. mars s.l. í Gvendarbrunnum. Fundurinn hófst með hádegisverði að Jaðri kl. 12.00. Guðmundur Þóroddsson formaður samtakanna rakti í setningarerindi sínu breytingar á umhverfi raforkufyritækja seinustu ár m.a. umtalsverðar breytingar á eignarhaldi vegna samruna og uppkaupa. Þá ræddi hann einstök verkefni Samorku og mikilvægi sameiginlegrar raddar veitufyrirtækja. Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemina, þar sem m.a. kom fram að starf samtakanna hefur nokkuð breyst í tímans rás, m.a. hefur heldur dregið úr beinu námskeiðahaldi um stundar sakir a.m.k. Þorkell Helgason orkumálastjóri flutti erindi um Orkustofnun í nýju umhverfi sem skapast af væntanlegum raforku- og hitaveitulögum. Þorkell kom víða við í ágætu erindi sínu og rakti þær breytingar sem gera þarf á starfsemi Orkustofnunnar mt.t. þeirra verkefna sem stofnuninni eru ætluð í nýju umhverfi orkumála. Kosið var um þrjá aðalmenn í stjórn og voru Kristján Jónsson, Rarik; Ingvar Baldursson hitaveitu Rangæginga og Franz Árnason, Norðuorku endurkjörnir til næstu tveggja ára. Einnig var kosið um einn varamann og var Hreinn Hjartarson, Orkuveitu Húsavíkur kosinn sem varamaður til tveggja ára. Ásskýrsla, fundargerð aðalfundar ásamt erindi Þorkels Helgasonar er hægt að nálgast í skjalaskápnum hér til vinstri á síðunni.

Útskrift jarðlagnatækna

Útskriftarnemar ásamt Hólmfríði E. Guðmundsdóttur umsjónarkonu Þann 22. mars s.l. var útskrifað í fjórða sinn hópur nema í jarðlagnatækni. Að þessu sinn útskrifuðust 14 nemar og hafa þá samtals 60 manns lokið þessu námi fá upphafi. Námið fer fram hjá Menningar og fræðslusambandi alþýðu (MFA) í samstarfi við Samorku. Námið er samtals 300 kennslustundir og er fjallað um almenna þætti sem varða starfsemi veitufyrirtækja, sértæk atriði varðandi jarlangir, öryggisatriði o.fl. Að þessu sinni var í fyrsta sinn kvennmaður í útskriftsrhópnum, hún heitir Unnur L. Pálsdóttir og er starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Samorka óskar nýútskrifuðu jarðlagnafólki til hamingju og hlakkar til frekara samstarfs.

Dagskrá Nordvarmeþings komin á Netið

Næsta Nordvarmeþing verður haldið 10. til 11. júní nk. í Nyköping í Svíðþjóð. Þar verður fjallað um það sem efst er á baugi hjá norrænum hitaveitum. Dagskrá þingsins og skráningareyðublað er komin inn hér inn á Samorkusí

Samsetningarnámskeið hitaveitna

Námskeið í samsetningum hitaveituröra Samorka í samvinnu við Iðntæknistofnun stendur fyrir námskeiði í samsetningu hitaveituröra dagana 18. og 19. apríl n.k. Námskeiði verður haldið hjá Set á Selfossi. Útsending gagna verður n.k. mánudag 18. mars. Vakin er athygli á því að fjöldi þátttakaneda er takmarkaður, að hámarki 17 manns. Námskeiðsgjald er 32.000 kr. og er þar innifalið námskeiðsgögn og meðlæti. Sjá nánar dagskrá undir “Námskeið og fundir” hér á síðunni til vinstri.

Orkumannvirki sem fellur vel að umhverfinu

Það er mikilvægt að haft sé í huga við hönnun mannvirkja að þau falli vel að umhverfinu og gleðji augað. Á Orkuþingi 2001 nú nýverið var samkeppni um orkumannvirki sem fellur best að umhverfinu. Sjö aðilar sendu inn ellefu tillögur. Það voru Landsvirkju, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Olíufélagið hf, Olíuverslun Íslands og Skeljungur. Orkumannvirkin voru af mjög mismundandi toga, allt frá litlu sýnidæmi í orkuframleiðslu (vél 4 í Blöndustöð) upp í stórt uppistöðulón (Hágöngulón) auk mannvirkja sem eru hluti af borgarumhverfinu (bensínstöðvar). Dómnefndina skipuðu þrír arkitektar; Hrafn Hallgrímsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Marteinsson. Dómnefndin valdi að flokka tillögurnar í þrjá hópa. Í einum hópnum voru bensínstöðvar allar í borgarumhverfi. Í öðrum hópi voru lítil, stök orkuveitumannvirki. Í þriðja hópnum voru síðan ýmis mjög mismunandi dæmi um orkumannvirki Landsvirkjunar. Umsögn dómnefndar Bensínstöðvar hafa hlutverk sem kallar á að þær séu áberandi í umhverfinu. Dómnefnd var sammála um að framlag Olíuverslunar Íslands, ÓB Bæjarlind, fengi viðurkenningu í flokki bensínstöðva. Mannvirkið er vel afmarkað og stílhreint. Í flokki smárra orkuveita voru þrjár tillögur sem eiga það sammerkt að standa einar í umhverfinu. Hönnuðir hafa ýmist valið að undirstrika mannvirkið sem hluta af umhverfi sínu eða leggja áherslu á andstæðu manngerðs og náttúrulegs umhverfis. Dómnefndin valdi Orkustöðina á Húsavík í þessum flokki vegna skírskotunar til umhverfisins bæði í formi og litavali. Ýmis orkumannvirki Landsvirkjunar eru í þriðja flokki. Tillögur Landsvirkjunar sýna áhuga fyrirtækisins á að kynna þá fjölbreyttu mannvirkjagerð sem fylgir orkuvinnslu og viljann til að stana vel að verki. Dómnefndin valdi tengivirki við Búrfell sem áhugavert dæmi um tækniumbætur til bóta fyrir umhverfið og veiti því viðurkenningu sína.