Útskrift í jarðlagnatækni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskrift jarðlagnatækna fór fram 28. mars sl.  Athöfnin fór fram í Gvendarbrunnum í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Varaformaður Eflingar-stéttarfélags Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem jafnframt er formaður Mímis-símenntunar flutti ávarp og talaði um gildi starfsmenntunar á vinnumarkaði.  Friðrik Sóphusson formaður Samorku flutti erindi um gildi starfsmenntunar fyrir fyrirtækin. Þá gerði Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar grein fyrir framvindu starfsnáms í jarðlagnatækni. Að lokinni afhendingu prófskírteina flutti fulltrúi nemenda ávarp, síðan voru bornar fram veitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Það voru helstu nýmæli við námskeiðið, að þetta var í fyrsta skipti sem notast var við fjarfundarbúnað við kennsluna, þannig að nemendur voru á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum.

Hér má líta nokkrar myndir frá útskriftinni:

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

Raforkulög

Á síðasta degi nýliðins þings voru samþykkt ný raforkulög. Lög þessi hafa verið nokkuð lengi í undirbúningi, að heita má frá áttunda áratug síðustu aldar. Lagagerðin átti nokkuð erfitt uppdráttar vegna áætlana um breytingar á skipulagi íslenskra orkumála.
Á seinustu áratugum hafa reglulega komið fram áætlanir um endurskipulagningu íslenska orkugeirans. Flestar hafa þessar hugmyndir gengið út á að skipta landinu eftir gömlu kjördamamörkunum og stofna landshlutarafveitur. Vendipúnktur í raforkulagagerðinni var þegar Evrópusambandið (ESB) kom á innri markaði með raforku í aðildarlöndum sínum. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Sá samningur fjallar um aðgang aðildarlanda EFTA ríkjanna að innri markaði ESB. Samkvæmt EES samningnum eiga allar tilskipanir ESB að gilda í aðildarlöndum EES samningsins. Eftir endurskoðun og umtalsverðar breytingar var frumvarpið lagt fram í mars 2001. Ekki náði það fram að ganga á því þingi og var lagt fram að nýju eftir nokkrar breytingar um haustið sama ár. Enn gekk fæðingin erfiðlega og í mars 2002 var það aftur lagt fram eftir breytingar og á endanum var það síðan samþykkt 15. mars 2003.

Raforkulög (doc): Raforkulög

Raforkulög (pdf): Raforkulög

Lokun Barsebeck 2

Skorsteinar Stenungslund olíuorkuversins sótaðir að nýju?

Ein af tillögum stjórnvalda í Svíþjóð svo að unnt sé að standa við gefin loforð um lokun Barsebeck 2 er að tæplega hálfrar aldar gamalt olíuorkuver í Stenungslund verði ræst að nýju.
Orkuverið sem er 820 MW er sprengt inn í klettana svo ekkert er sýnilegt umhverfinu annað en skorsteinarnir. Erfiðlega hefur gengið að fullnægja þeim forsendum sem settar voru fyrir lokuninni m.a. hefur ekki tekist að tryggja viðunandi varaafl. Á það hefur verið bent af Svensk energi að verði Barsebek 2 lokað við núverandi aðstæður muni það hafa þær afleiðingar að raforkuverð hækkar, sé varaaflið ekki tryggt eða þá víðtæk umhverfisáhrif sem eru samfara framleiðslu með jarðefnaeldsneyti.

Aðalfundur Samorku 2003

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur Samorku  2003 var haldinn í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 14. mars og hófst kl 14.00 með setningu Guðmundar Þóroddsonar formanns samtakanna.  Fundarstjóri var Franz Árnason. Þetta var 8. aðalfundur samtakanna. Fundurinn fjallaði að mestu leyti um hefðbundin aðalfundarmál. Gestur fundarins var Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sem sagði frá verkefnum ráðuneytisins á sviði veitumála. Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar, kynnti ársreikninga ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Þær breytingar urðu á stjórn að Friðrik Sophusson tók við stjórnarformennsku af Guðmundi Þóroddssyni sem gegnt hafði formennsku síðastliðin 2 ár. Sjá nánar í fundargerð og aðalfundarskýrslu. Að kvöldi fundardags var sameiginlegur kvöldverður á Hótel Borg.

Myndir frá aðalfundi

Fréttabréf des. 2002

Fréttabréf Samorku hefur komið út frá stofnun samtakanna 1995. Útgáfan var í upphafi á prentuðu formi. Við sívaxandi notkun veraldarvefsins fóru að heyrast raddir um að útgáfa á þessu formi væri gamaldags og vart á vetur setjandi. Önnur ástæða var vaxandi prentkostnaður, sem e.t.v. skýrist af samdrætti í pappírsútgáfu þessara miðla. Því var ákveðið að hætta, að mestu leyti, útgáfu á pappírsformi. Þess í stað var aukin útgáfa frétta og upplýsinga á heimasíðu samtakanna. þeirri hefð var þó haldið að gefa út eitt blað í desember n.k. jólablað. Að þessu sinni er þessi útgáfa rafræn og sett upp sem annáll í máli og myndum.

Fréttabréf

Samkeppnishæfni Íslands

Business Costs in Iceland Athyglisverð könnun KPMG. Lægstur raforkukostnaður á Íslandi KPMG hefur nýlega gert samanburðarkönnun kostnaði við rekstur fyrirtækja. Könnunin er mjög viðamikil og nær til 87 borga Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Fram kemur að á Íslandi eru skilyrði mjög hagstæð fyrir rekstur fyrirtækja. Samorka vill benda á niðurstöðu könnunarinnar um raforkuverð, þar sem fram kemur að hér á landi er raforkuverð lægst. Raforkuverð hér á landi hefur verið er mjög lágt í samanburði við önnur lönd. Fjölþjóðlegur samanburður eins og hér um ræðir og unnin er af hlutlausum aðilum er óyggjandi sönnun þess. Skýrslan er í heild sinni aðgengileg á heimasíðu KPMG og einnig er hægt að kaupa hana innbundna hjá KPMG. Hér fyrir neða eru tengingar á úrdrátt skýrslunnar með samantekt á heildarniðurstöðum og raforkukostnaði og tenging á heimasíðu KPMG. Frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar gefur Unnar Hermannsson hjá KPMG: uhermannsson@kpmg.com Samantekt: Samkeppnishæfni Íslands Heimasíða KPMG: KPMG

Bilanaskráning hitaveitna – gagnlegur fundur

Helstu breytingar sem óskað var eftir eru eftirfarandi: 1) Setja inn leiðbeiningar undir takkann hjálp 2) Afrita grunnupplýsingar inn í nýtt ár og síðan er hægt að breyta þeim 3) Setja inn möguleika á að prenta út einstakar bilanir og summu bilana í exelskjal til að hver hitaveita geti unnið með sínar bilanir 4) Setja inn kassa fyrir verknúmer 5) Gefa möguleika á að geyma hálfkláraða bilun t.d. til að setja inn raunkostnað bilunar þegar hann er ljós. Samkvæmt lauslegri samantekt á bilunum árið 2001 fyrir fimm hitaveitur, með alls 289 bilanir, eru orsök bilana nokkuð breytt frá samantekt fyrir árin 1993-95. Lagningagalli sem skráð orsök hefur minnkað umtalsvert en ytri áverkar af völdum jarðvinnuvéla hafa aukist nokkuð. Fljótlega verður farið í að gera þessar breytingar á forritinu og þá mun forritið þjóna vel tilgangi sínum. Veitur geta haldið utan um sínar bilanir og hægt verður að finna veika hlekki í kerfinu og hver árangur er af endurbótum.

Dæluhandfangsverðlaunin til Maríu Jónu Gunnarsdóttur

John Snow (1813-1858) var frægur læknir í London á 19. öld. Hann rannsakaði m.a. útbreiðslu kóleru og komst að því að hún breiddist út með drykkjarvatninu. Hann ákvað að taka til sinna ráða og þar sem ráðamenn borgarinnar vildu ekki loka vatnsbólinu, þá fjarlægði hann dæluhandfangið af vatnspóstinum og kom þannig í veg fyrir að borgarbúar drykkju úr hinum mengaða brunni. Við þennan atburð eru verðlaunin kennd. Samtök vatnsveitna á Norðurlöndum stóð fyrir því að María hlyti þessi verðlaun, vegna framlags hennar við að koma upp Gámes-eftirlitskerfinu hjá íslenskum vatnsveitum. Þetta eftirlitskerfi er fyrst og fremst þróað fyrir matvælaiðnaðinn og á því vel við vatnsveitur sem nú á tímum eru flokkaðar sem matvælafyrirtæki. 12 vatnsveitur á Íslandi sem sjá 70 % landsmanna fyrir neysluvatni hafa tekið upp Gámes-eftirlitskerfið, þetta er stærra hlutfall eða betri árangur en annars staðar á Norðurlöndum og fyrir framlag sitt til þessa verks hlýtur María þessi virtu verðlaun og vonar hún að þau verði hvattning til þeirra vatnsveitna sem ekki hafa enn tekið upp viðurkennt eftirlitskerfi.

Dagur vatnsins – áhugaverður fundur

Félag Heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa stóð fyrir áhugaverðri ráðstefnu 7.okt. sl.í Eldborg í Svartsengi um vatnið, og nefndi hana Dag vatnsins. Þar voru flutt mörg áhugaverð erindi m.a. um eftirfarandi efni. Vatn er auðlind og okkur ber að fagna haustrigningum því að þá megum við eiga von á góðu vatnaári. Við eigum mikið af vatni en því er nokkuð misskipt eftir landshlutum. Vatnasvið eru viðkvæm fyrir mengun. Það er því nauðsynlegt að sýna fyrirhyggju og vernda vatnið. Nýtt lagafrumvarp verður lagt fram á þessu þingi um verndun hafs og stranda. Það mun gilda um hvers konar starfsemi á landi, lofti og legi sem getur mengað. Einnig um íslensk skip utan íslenskrar mengunarlögsögu. Sagt var frá umhverfismerkinu Bláfánanum. Til að fá hann þurfa umhverfismál og öryggismál að vera í lagi. Það er alþjóðlegt umhverfismerki fyrir smábátahafnir og baðstrandir, sem Landvernd hefur umsjón með. Á næstunni er gert ráð fyrir að hafnir á Borgarfirði Eystri, Arnarstapa og Húsavík og baðstaðirnir Bláa Lónið og Nauthólsvík fái Bláfánann. Fulltrúi Blá hersins, sem eru sjálfboðliðasamtök kafara á Suðurnesjum, sagði frá störfum þeirra. Þeir hafa á undanförnum árum hreinsað upp rusl úr höfnum á Suðurnesjum. Þeir hafa hift upp um 30 tonn af drasli s.s. bílhræjum, rafgeymum, reiðhjólum og vélum úr skipum, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlesarinn taldi ástandið ekki verra á Suðurnesjum en annarsstaðar. Víða um land lægi ótrúlegt magn af rusli og drasli í höfnum landsins og meðfram ströndinni. Einnig væri mikið um að úrgangur t.d. frá fiskeldi og fiskvinnslu væri hent í sjóinn. Hann sýndi dæmi frá sjókvíeldi þar sem úr kví sem var full af dauðum laxi var losuð í sjóinn og botninn var þakinn af dauðum laxi. Heldur ókræsileg sjón. Rætt var um nýja rammatilskipun um vatnsvernd. Íslendingar hafa gert athugasemd við hana þar sem hún tekur yfir efni sem ekki er hluti af samningi EES s.s. um náttúruvernd, dýravernd og auðlindanýtingu. Þau mál þarf að fá á hreint áður en lengra er haldið. Það eru hinsvegar mörg atriði í tilskipuninni sem við þurfum að taka upp s.s. eins og um verndun neysluvatns og vatnsvernd vegna mengandi starfsemi. Við þurfum að gera ástandskönnun á vatnskerfum ofl. EFTA og ESB eru að hefja viðræður um kröfur íslendinga og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót. Sagt var frá flokkun á vatni þ.e. straumvatni og vötnum sem Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis í samstarfi við Fræðasetrið í Hveragerði er að gera og voru fyrstu niðurstöður kynntar. Örverufræðilegt ástand neysluvatns á Íslandi er gott en mestur hluti þess er grunnvatn. Um 90% sýna er fullnægjandi. Það er útbreiddur misskilningur að örverur lifi lengur í köldu vatni en heitu og því þarf að gæta varúðar og að örverur hafi ekki aðstæður til að fjölga sér t.d. í kyrrstæðum lögnum. Skv. reglugerð um fráveitur eiga sveitarfélög að vera búin að koma upp hreinsun á skolpi fyrir árslok 2005. Nú er skolp frá um 70% íbúa hreinsað.

Jarðlagnatækni kennd einnig í fjarnámi

Boðið verður upp á jarðlagnatækninámið nú í fimmtaskipti í vetur, eftir áramót. Sextíu manns hafa nú útskrifast. Námið er 300 tímar og er það kennt í þremur lotum, þrisvar sinnum hálfur mánuður. Í vetur verður námskeiðið á eftirfarandi dögum: 20. – 31. janúar 17. – 28. febrúar 17. – 28. mars MFA, menningar og fræðslusamtök alþýðu sem hafa umsjón með námskeiðinu, sóttu um styrk til að kenna það einnig í fjarnámi og fékkst hann. Því verðu unnt að kenna á a.m.k. tveimur til þremur fjarkennslustöðvum út á landi.