4. apríl 2006 Netorka hf hefur tekið í notkun hugbúnaðarkerfi fyrir frjáls viðskipti með raforku Formleg gangsetnig þessa tölvukerfis fór fram í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg þann 3. apríl, að viðstöddu fjölmenni. Þorleifur Finnson formaður stjórnar NetOrku flutti ávarp og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Torfi H Leifsson lýsti kerfinu áður en iðnaðarráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir tók það í notkun á þann táknræna hátt að senda tilkynningu með ósk um að RARIK hætti að kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir höfuðstöðvar sínar við Rauðarárstíg, en hæfi þess í stað viðskipti við söludeild RARIK. Þessi gjörningur mun taka gildi 1. júní n.k. Upplýsingar um NetOrku: Smellið hér