Freysteinn fær John Snow verðlaunin

Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun var heiðraður á Norræni vatnsveituráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum Samorku og systrasamtaka vatnsveitna á Norðurlöndum. Hann fékk hin norrænu John Snow “Pump Handle Award” ársins 2006. Sú viðurkenning er veitt fyrir einstakt framlag í þágu betra og heilnæmara neysluvatns.  John Snow var enskur læknir sem var upphafsmaður þessa að beita faraldsfræðilegum rannsóknum við rannsóknir á vatnsbornum sýkingum.  Hann stöðvaði kólerufaraldur í Soho í London um miðja nítjándu öldina með því að taka handfang af brunni í hverfinu. Á þessum tíma var ekki búið að finna bakteríuna sem veldur kóleru og því var trúað að kólera bærist með lofti. 

                                   

Freysteinn hefur starfað sem jarðfræðingur í áratugi og unnið að því að finna neysluvatn fyrir vatnsveitur vítt um land. Hann hefur verið óþreytandi í því að ráðleggja og leiðbeina um hvernig best skuli staðið að virkjun og verndun vatnsins. Hann hefur haldið fjölda erinda og námskeiða um efnið og verið stjórnvöldum til ráðuneytis um gerð laga og reglugerða sem tryggja gæði vatnsins.  Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.