Hitaveita í Álaborg og Lögstör heimsótt

Íslenskt hitaveitufólk heimsótti hitaveituna í Álaborg og rörfyrirtækið Lögstör í byrjun júní sl.

Hitaveitan í Álaborg er í eigu sveitarfélagins sem er orðið sjaldgæft í Danmörku en er að mati starfsmanna ein besta og ódýrasta hitaveita landsins. Varminn er afgangsvarmi frá sementsverksmiðjunni 43%, rafmagnsorkuveri 54% og eigin framleiðsla 3%. Salan er um 30 milljón tonn á ári. Um 97% húsnæðis á veitusvæðinu er tengt hitaveitunni. Veltan er um 500 milljón DKK. Fjöldi starfsmanna er 83.   Það kostar um 7.320 DKK á ári að hita 150 fermetra einbýlishús með hitaveitu í Álaborg og af því er fastur kostnaður 40%.

 

Veitan hefur nú nýverið komið á ISO 14001 og OHSAS 18001.  Verið hefur í gangi kerfisbundin endurnýjun á lagnakerfinu og er meðalaldur lagna nú 12 – 13 ár.  Áður var blæðivatn um 40% og fór hæst í um 55% en er nú um 10%.  Góð reynsla hefur verið af því að hafa rör með lekavörn.

Rörafyrirtækið Lögstör hefur nú verið sameinað úr tveimur stórum rörafyrirtækjum og eru nú í eigu alþjóðlegra fjárfesta. Höfuðstöðvarnar eru í Lögstör en að auki eru reknar sjö aðrar verksmiðjur vítt um Evrópu. Einnig er fyrirtæki í Kína og Kóreu. Söluaðilar eru í 28 löndum og starfsmenn eru 1200 talsins.  Velta fyrirtækisins er um 250 Milljón Evrur. Það framleiðir rör fyrir hitaveitur, kælilveitur, olíu og gas, og sjóveitur. Foreinangruð rör eru fyrir sviðið -200°C til +315°C.

Tekið var vel á móti hitaveitufólki á báðum stöðum.

Sjá myndir úr ferðinni