Samningur milli Lagadeildar Háskóla Íslands og Samorku

Skortur á rannsóknum og umfjöllun um auðlindarétt hefur verið til baga í umræðu og ákvarðanatöku um auðlindanýtingu hér á landi. Samorka mun koma að mótun stöðunnar og vali á verkefnum. Það er hlutverk Lagastofnunar Háskólans að sjá til þess að faglega verði staðið að framkvæmdinni og að fyllstu óhlutdrægni verði gætt. 

Myndin er tekin við það tækifæri, þegar undirritun samningsins fór fram í Háskóla Íslands. Það er Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku sem staðfestir samninginn fyrir hönd Samorku, en fyrir hönd Háskóla Íslands ritar háskólarektor Kristín Ingólfsdóttir undir, ásamt Páli Hreinssyni forseta lagadeildar og Viðari Má Matthíassyni próffesor.