29. desember 2005 Árið 2006 gengur í garð með opnun raforkumarkaðar Kynningin fór fram á Nordica Hóteli að viðstöddum hópi blaða- og fréttamanna. Iðnaðarráðherra frú Valgerður Sverrisdóttir kynnti helstu þætti málsins, fór yfir aðdraganda þess og útskýrði hvernig staðið hefði verið að undirbúningi. Fréttatilkynning iðnaðarráðuneytis Þorkell Helgason orkumálastjóri gerði grein fyrir aðkomu Orkustofnunar að undirbúningnum og hlutverki stofnunarinnar til framtíðar við framkvæmd og eftirlits með sérleyfisþáttum orkuiðnaðarins. Upplýsingar á heimasíðu Orkustofnunar; Kynningarglærur orkumálastjóra. Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu sagði frá eftirlitshlutverki Neytendastofu með raforkuverðum á samkeppnismarkaði og reiknivél fyrir viðskiptavini sem stofnunin annast og veitir aðgang að á heimasíðu sinni. Heimasíða Neytendastofu Heimasíður raforkusölufyrirtækjanna: Hitaveita Suðurnesja hf.; Norðurorka hf.; Orkubú Vestfjarða hf.; Orkuveita Húsavíkur ehf.; Orkuveita Reykjavíkur; Rafveita Reyðarfjarðar; Rafmagnsveitur ríkisins. Samorka þakkar fyrir gamla árið og óskar öllum gleðilegs árs og drengilegrar samkeppni á árinu 2006