Fyrrum forsvarsmenn orkuveitna stofna félag.

Þann 20. apríl sl. komu saman í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur  menn sem á undanförnum áratugum hafa verið í forustusveitum hinna ýmsu orkuveitna landsins.

Tillgangur fundarins var að stofna félag, eða klúbb, þar sem þessir forsprakkar sem allir hafa lokið störfum hjá sínum fyrirtækjum og  eru komnir á eftirlaun, hefðu tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar og fræðast um helstu þætti orkumálanna og önnur áhugaverð mál líðandi stundar.

Samorka óskar þessum  félögum sínum til hamingju með framtakið og mun kappkosta að veita félaginu þann stuðning sem það frekast má.

Félagatal

Hitaveituhandbókin öll á netið

Hitaveituhandbókin er nú öll komin á netið. Sjá hér á síðunni með því að smella á mynd af handbókinn til vinstri. Nýtt efni þar er  kafli 3 Mælieiningar og kafli 10 Innra eftlirlit fyri hitaveitur – starfsleyfi.  Kaflinn um helstu lög og reglugerðir hitaveitna er tengdur inn á lagasafn Alþingis. 

Nordenergi

 

Nordenergi

 
Raforkusamtök Norðurlanda hafa stofnað samtökin Nordenergi.
Á fundi formanna og framkvæmdastjóra rafveitusambanda Norðurlanda, sem haldinn var í  Ósló þann 26. sept. s.l. var ákveðið að stofna sameiginlegan vettvang fyrir raforkugeirann. Aðdragandi er nokkuð langur og má segja að þetta mál hafi verið til umræðu öðru hvoru seinasta áratuginn. Samböndin hafa fundið til þess að sameiginleg rödd raforkufyrirtækja væri máttlítil og heyrðist vart í umræðunni um sameiginlegan raforkumarkað í Evrópu.
Nordenergi mun taka yfir samstarf rafveitusambandanna sem verið hefur óformlegt fram að þessu. Að formi til er Nordenergi byggt á samskonar skipulagi Nordvarme, sem er samstarfsvettvangur norrænu hitaveitusamtakanna. Formennska og framkvæmdastjórn mun flytjast milli aðildarlandanna með tveggja ára millibili. Fyrstu tvö árin mun forsvarið vera á höndum Svía.
 Á fundinum var sent bréf til orkuráðherrum Norðurlanda, sem héldu samráðsfund 30. sept. Í bréfinu var gerð grein fyrir stofnun Nordenergi og óskað eftir samstarfi við að leita lausna til aukins öryggis raforkuflutningskerfisins á Norðurlöndum.

Jarðvarmahitaveita í Kaupmannahöfn 2004

Fimmtudaginn 18. september var ákveðið að fjárfesta í að ljúka við verkið og tengja jarðhita frá borholu inn á hitaveitukerfi í nágrenni Amagerværket.  Í sumar voru boraðar tilraunaholur á 2,5 km dýpt sem gáfu góðan árangur.

Það eru fyrirtækin Dong, Energi E2, Köbenhavns Energi, Vestegnens Kraftvarmeselskab VEKS og Centralkommunernes Transmissionsselskab. Stofnkostnaður er 120 milljónir danskra króna.  Ein önnur hitaveita í Danmörku nýtir jarðhita og hefur gert síðastliðin 12 ár.  Það er hitaveitna í Thisted. Orkuyfirvöld  í Danmörku áæltað að a.m.k. 12 bæir hafi möguleika á jarðvarmaveitu, þar á meðal Álaborg, Hróarskelda, Hillerröd og Skive.

Heimild: Ingenören 22.9. 

Sjá nánar á heimasíðu DONG

IGA skrifstofan til Íslands

 

 

 

 

 

 

 

IGA skrifstofan til Íslands

Íslendingar taka að sér rekstur skrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsin (International Geothermal Association, IGA) í fimm ár, frá 1. sept 2004. Samningur um þetta var undirritaður á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni á Nordica Hótel 15. sept. s.l.

Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, sem er alþjóðleg samtök jarðhitafélaga og einstaklinga, var stofnað árið 1988. Jarðhitafélag Íslands er aðili að samtökunum. Tilgangur sambandsins er að efla jarðhitaþekkingu og stuðla að hagkvæmri nýtingu jarðhita um allan heim. Aðilar að samtökunum eru yfir 2000 í 65 löndum. Skrifstofa IGA var fyrst í Pisa á Ítalíu, síðan í Berkeley í Bandaríkjunum, svo í Taupo á Nýja Sjálandi, og frá 1998 í Pisa.

Samorka, samtök orkufyrirtækja á Íslandi, ásamt stjórnvöldum standa að flutningi og rekstri skrifstofunnar. Samorka mun annast daglegan rekstur hennar. Framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstunni og mun hann hefja störf haustið 2004.

 

Öryggishandbók

Öryggishandbókin er byggð á hefti sem Orkuveita Reykjavíkur hefur notað í nokkur ár. Bókin er endurskoðuð og unnin af SÖR-hópi Samorku og yfirlesin af Vinnueftirlitinu. Hún er kynnt hér á heimasíðunni með það fyrir augum að þau fyrirtæki sem hafa hug á að nota  hana sem hluta af sínu öryggiskerfi geta fengið hana senda frá skrifstofu Samorku á þannig formi að viðkomandi getur breytt henni og aðlagað hana sínum sérstöku þörfum.

Skoða Öryggishandbók:

Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Ágústsson

mailto:sa@samorka.is

Sæstrengur milli Noregs og Englands

Samstarfsamningur milli Statnett og National Grid Transco um verkefnið gerir ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun snemma árs 2008.

Aðal ástæður verkefnisins eru hinar miklu úrkomusveiflur sem verið hafa undanfarin ár í Noregi og leitt hafa til óöryggis og verðsveiflna á  orkumarkaðnum, segir stjórnarformaður Statnett Grete Faremo.

Ekki er gert ráð fyrir að kapallinn leiði til lægra raforkuverðs í landinu, en hann mun minnka þær miklu verðsveiflur sem sett hafa mark sitt á raforkuverðin undanfarin ár.

Kapallinn mun liggja frá Suldal í Rogalandi til Sunderland í Englandi og er gert ráð fyrir að yfir 400 manns þurfi til starfa við verkefnið.

Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin, en líkur eru á að tilskilin leyfi fáist. Reiknað er með 1200 MW flutningi eftir köplunum sem verða tveir og er vegalengdin 750 Km.

(Frétt úr Energi-nett)

Powel-kynning 13- og 14.maí um mælingar og meðhöndlun mæligagna

 

Það var MM-hópur Samorku sem boðaði til þessarar námstefnu í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg um mælingar og meðhöndlun mæligagna í markaðsvæddu orkusölukerfi Noregs og fékk til lið við sig fyrirtækið POWEL í Noregi. Norðmennirnir  gerðu grein fyrir framgangi markaðsvæðingarinnar í sínu landi, útskýrðu hugmyndafræðina og vörpuðu ljósi á  þau mörgu verkefni sem fylgja í kjölfar þeirra breytinga sem íslenskur orkumarkaður þarf að aðlaga sig að, nú eftir að ný raforkulög hafa tekið gildi. Þeir kynntu einnig þær tæknilegu lausnir sem fyrirtækið hefur þróað og ýmis orkufyrirtæki í Noregi og fleiri löndum nota.

Síðari dag námsstefnunnar  kynntu  þeir einnig NetBas-upplýsingakerfið sem þeir hafa framleitt, en Rarik er einmitt um þessar mundir að taka upp endurnýjaða útgáfu þess fjölhæfa verkfæris, eftir að hafa notað eldri útgáfu þess til fjölda ára.

Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku  setti ráðstefnuna, sem fór fram á enskri tungu. Ráðstefnustjóri var Steinar Friðgeirsson formaður MM-hóps Samorku. Fyrirlesarar voru 4 Norðmenn, auk Steingríms Jónssonar verkfræðings hjá Rarik sem sagði frá vinnu sinni við að taka í notkun nýja NetBas kerfið.

Þátttakendur á námsstefnunni  voru 53 og var  þátttakendum að kostnaðarlausu, en bæði húsnæði, matur og kaffi var  í boði Landsvirkjunar og eru aðstandendur námsstefnunnar þakklátir fyrir þann rausnarskap.

 

 

 

DAGSKRÁ

DAGSKRÁ Á ENSKU

MYNDIR   FRÁ  NÁMSSTEFNUNNI

Heimasíða POWEL