Ný reglugerð um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum

Ný reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum tók gildi í nóvember sl. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að fyrir hendi sé kerfisbundið vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma  því starfi á og það á að taka til fyrirtækisins í heild og á allar vinnuaðstæður sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Samkvæmt reglugerðinni ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.  Áætlunin á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og í henni felst m.a. að það á að gera áhættumat og skipuleggja forvarnir.

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnu þriðjudaginn 23. janúar til að kynna reglugerðina.

Skráning á ráðstefnuna er á netfangið  ingibjorg@ver.is.  Aðgangur er ókeypis.  

Sjá dagskrá á heimasíðu Vinnueftirlitsins  www.vinnueftirlit.is