Sérstaða Íslands í loftslagsmálum

„Enginn vafi er á að bæði einstaklingar og atvinnulíf munu finna fyrir auknum kröfum um að dregið verði úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum,“ segir í pistli á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir jafnframt meðal annars: „Atvinnulíf á Íslandi stendur hins vegar almennt vel að vígi á þessu sviði m.a. vegna þess að raforkuframleiðsla á Íslandi veldur ekki útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að loftslagsbreytingar megi fyrst og fremst rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis, landbúnaðar og breytinga á landnotkun. Alþjóðasamfélagið hefur jafnframt viðurkennt sérstöðu Íslands sem felst í nýtingu á endurnýjanlegum orkulindum, t.d. við framleiðslu á áli sem feli í sér minni áhrif á veðurfarskerfi heldur en almennt gerist með álframleiðslu annars staðar í heiminum.“

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.

Úrdráttur Veðurstofu Íslands á ástandsskýrslu IPCC