11. október 2022 Samtöl atvinnulífsins: Sjálfbærni, hringrás og ný verðmæti Umhverfismánuður atvinnulífsins er nú hafinn með Samtölum atvinnulífsins en þriðji þáttur mánaðarins hefst nú kl. 10:00. Þar ræðir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku við Sigurð H. Markússon forstöðumann nýsköpunar hjá Landsvirkjun sem fer yfir sjálfbærni, hringrás og ný verðmæti hjá Landsvirkjun. Þátturinn hefst í streymi hér kl. 10:00 og er um 20 mínútur. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.
5. október 2022 Norðurál og Sjóvá verðlaunuð á Umhverfisdegi atvinnulífsins Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Norðurál en framtak ársins á sviði umhverfismála á Sjóvá. Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. NorðurálKolefnisspor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem gerist í heiminum og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að ná fullu kolefnishlutleysi. Norðurál er þátttakandi í þróunar- og nýsköpunarverkefnum sem miða að því að þróa tæknilega lausnir sem gera það mögulegt. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. F.v. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson, forstjóri. Norðurál býður viðskiptavinum sínum umhverfisvænt ál undir vöruheitinu Natur-Al™. Það er markaðssett sem íslenskt ál, er rekjanlegt frá upphafi til enda framleiðsluferilsins og vottað af óháðum aðilum. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor Natur-Al™ einungis fjórðungi af heimsmeðaltalinu. Í umsögn valnefndar segir meðal annars að markmið fyrirtækisins séu skýr og aðgengileg en aðgerðaáætlun Norðuráls í loftslagsmálum samanstendur af vel skilgreindum aðgerðum sem er leiðarvísir fyrirtækisins að settu marki. SjóváSjóvá hlýtur verðlaunin umhverfisframtak ársins 2022 fyrir að huga vel að umhverfisáhrifum í starfsemi fyrirtækisins. Verðlaunin fær Sjóvá fyrir fjarskoðunarlausnina Innsýn og að vekja athygli viðskiptavina á umhverfislegum ávinningi sem fæst með framrúðuviðgerð í stað framrúðuskipta. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitir forsvarsfólki Sjóvá verðlaunin. F.v. Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóna, Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna, Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna og Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra. Í röksemd dómnefndar kemur fram að Sjóvá leiti stöðugt leiða til að minnka umhverfisáhrif af tjónavinnslu með hag viðskiptavina og samfélagsins alls að leiðarljósi. Innsýn og framrúðuplásturs-verkefnið endurspegli þessar áherslur vel og styðji við hringrásarhagkerfið. Fjarskoðunarlausnin Innsýn gerir tjónamatsmönnum Sjóvá kleift að skoða tjón í gegnum síma viðskiptavinar, og sparar þannig umtalsverðan akstur. Ef miðað er við meðaltal sparnaðar síðustu mánuði má áætla að sparast hafi yfir 100.000 km í akstri frá því lausnin var tekin í notkun í ársbyrjun 2021. Þannig hafi verið komið í veg fyrir losun yfir 15 tonna C02. Í dómnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sitja Gréta María Grétarsdóttir, formaður, Brynjólfur Bjarnason og Sandra Rán Ásgrímsdóttir.
26. september 2022 Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu. Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Dagskrá umhverfisdagsins 5. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11:00. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins. DagskráFundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. SetningHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ÁvarpGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Í átt að kolefnishlutleysiRannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi Pallborð Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni hjá Kviku og varaformaður IcelandSIFBjörk Kristjánsdóttir, forstjóri Carbon Recycling International (CRI) Höfum við tíma til að bíða lengur?Berglind Ósk Ólafsdóttir , sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO Ný viðmið í sjávarútvegiPétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísi hf. Hringrás auðlinda – magn er máliðDagný Jónsdóttir, forstöðumaður Auðlindagarðs HS Orku. Pallborð Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa LónsinsÞorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá MarelJón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherji fiskeldiUmhverfisverðlaun atvinnulífsins 2022 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins.
22. september 2022 Langþráða hitaveitan á Akureyri Podcast: Play in new window | Download (Duration: 33:35 — 30.6MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | MoreHitaveituvæðing Akureyrarbæjar gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Leit að heitu vatni stóð yfir í áratugi og þegar það loksins fannst var hitaveitan lögð í bæinn á ótrúlega skömmum tíma með tilheyrandi raski. Enn þann dag í dag er það stór áskorun að sjá íbúum fyrir heitu vatni til framtíðar.Í þessum hlaðvarpsþætti rifjum við upp þá daga þegar hitaveita kom loksins til sögunnar á Akureyri og veltum fyrir okkur stöðu hennar og framtíð með Franz Árnasyni og Helga Jóhannessyni, fyrrum forstjórum Norðurorku. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.
29. ágúst 2022 Ævintýrið um íslensku hitaveituna Podcast: Play in new window | Download (Duration: 44:21 — 59.9MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Yfir 90% húsa á Íslandi eru hitaveituvædd, þ.e.a.s. hituð upp með jarðhita. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum einasta degi. En staðreyndin er sú að það er einstakt á heimsvísu að heil þjóð nýti sér þennan orkugjafa til húshitunar og það er í raun ótrúlega stutt síðan hitaveitan kom til sögunnar. Í þessum fyrsta þætti verður sagt frá því hvernig íslenska hitaveitan varð til. Viðmælandi þáttarins er Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sem þekkir sögu hitaveitunnar út og inn. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.
18. ágúst 2022 Útboð vegna jarðstrengja Samorka óskar eftir tilboðum í jarðstrengi fyrir dreifiveitur samtakanna; HS Veitur, Norðurorku Orkubú Vestfjarða, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Útboðsgögnin má nálgast á útboðsvefnum. Skilafrestur er til 19. september 2022.
13. júlí 2022 Carbfix hlýtur 16 milljarða styrk frá Evrópusambandinu Carbfix hlýtur styrk sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Miðstöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hefjist þar um mitt ár 2026 og nái fullum afköstum árið 2031, og mun þá allt að þremur milljónum tonna af CO2 verða fargað á ári hverju. Það nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. Stærsti styrkur ESB á Íslandi Styrkurinn sem Carbfix hlýtur er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum ESB. Er hann veittur úr Nýsköpunarsjóði ESB sem er einn stærsti styrktaraðili grænna nýsköpunarverkefna og fellur undir stjórn Loftslags- og umhverfisstofnunar ESB (CINEA). Sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að ráðstafa um 38 milljörðum evra á tímabilinu 2020-2030 til að styðja við skölun á lausnum sem draga úr kolefnislosunar í evrópskum iðnaði. Stór brautryðjendaverkefni ásamt smærri verkefnum frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins geta sótt um stuðning frá sjóðnum. Áætlað er að styrkupphæðin nemi ríflega þriðjungi af kostnaði verkefnisins. Afgangurinn verður fjármagnaður af fjárfestum með þátttöku í sérstöku verkefnafélagi sem þegar hefur verið stofnað, og er dótturfélag Carbfix. Viðræður við áhugasama fjármögnunarðila eru þegar hafnar og lofa góðu. Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum. Flýtir fyrir náttúrulegum ferlum Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum.
28. júní 2022 Föngun og förgun CO² úr andrúmslofti tífölduð á Hellisheiði Nýtt lofthreinsiver Climeworks á Hellisheiði, í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu. Fyrir er Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðastliðið haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með nýja lofthreinsiverinu, sem kallast Mammoth, fara afköst föngunar á Hellisheiði úr fjórum þúsundum tonna af CO2 á ári í alls 40 þúsund tonn en því er síðan fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir. Framkvæmdir við Mammoth eru hafnar og gert er ráð fyrir að nýja stöðin taki til starfa eftir 18-24 mánuði. Bygging nýja lofthreinsiversins, Mammoth, á Hellisheiði. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni kemur fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af CO2 úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. Orka náttúrunnar útvegar lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verður staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir.
15. júní 2022 Rammaáætlun afgreidd eftir níu ára bið Þriðji áfangi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, rammaáætlun, var í dag afgreiddur á Alþingi. Níu ár eru liðin frá því að vinna verkefnisstjórnar hófst við þriðja áfanga, sem hefur ekki tekist að samþykkja fyrr en nú. Alþingi afgreiddi áfangann með nokkrum breytingum frá upprunalegri tillögu verkefnisstjórnar. Alls voru sjö kostir færðir í biðflokk. Fjórir þeirra voru áður í verndarflokki rammaáætlunar og þrír í nýtingarflokki. Vindorkukosturinn Búrfellslundur færðist í nýtingarflokk, en hann var áður í biðflokki. Þannig eru í fyrsta skipti vindorkukostir í nýtingarflokki gildandi rammaáætlunar. Um er að ræða Búrfellslund (120 MW) og Blöndulund (100 MW). Landsvirkjun er virkjunaraðili þeirra beggja.
14. júní 2022 Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2022 Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september. Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu. Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum „Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti: Umhverfisfyrirtæki ársins:Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfiHefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnarHefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinniHefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng velInnra umhverfi er öruggtÁhættumat hefur verið gert fyrir starfseminaGengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið Framtak ársins:Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinniHefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif *Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins. Dagskrá verður birt er nær dregur. Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.