Vísindaferð VAFRÍ 8. október – Vatns- og fráveitumál á Þingvöllum

Haustviðburður VAFRÍ – Vatns- og fráveitufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 8. október næstkomandi. Í ár verða Þingvellir heimsóttir og verður boðið upp á fræðslu um aðgerðir og áskoranir sem tengjast vatns- og fráveitum á svæðinu. Nánari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar og skráningu má sjá hér að neðan:

Drög að dagskrá:

  • 12:30 – Rúta leggur af stað frá bílaplani Orkuveitu Reykjavíkur
  • 13:30-15:00 – Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, kynnir vatns- og fráveitur innan þjóðgarðsins og sumarbústaðasvæðisins í landi Kárastaða
  • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, segir frá vatnsverndarmálum við Nesjavelli
  • Stefnt er á að skoða fráveitumál við ION hótel
  • Stefnt er að því að vera komin til baka á bílaplan Orkuveitu Reykjavíkur fyrir kl. 18

Skráning er í ferðina á vefslóðinni https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=7348