Fagfundur veitna 2015

Samanlagt tóku um 180 manns þátt í vel heppnuðum Fagfundi veitusviðs Samorku sem haldinn var á Hótel Borgarnesi dagana 28.-29. maí 2015. Flutt voru rúmlega 40 erindi um málefni hita-, vatns- og fráveitna, auk þess sem fjallað var um öryggismál, umhverfismál, jarðhita, laga- og regluumhverfi veitufyrirtækja og fleira.

Farið var í vettvangs- og vísindaferð þar sem m.a. var skoðuð lífræn hreinsistöð á Hvanneyri og Deildartunguhver, þar sem Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á hressingu. Hátíðarkvöldverður var haldinn í Hjálmakletti, þar sem Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður með meiru, var veislustjóri og tónlistarfólk af svæðinu gladdi veislugesti. Síðari ráðstefnudaginn var boðið upp á sérstaka makadagskrá þar sem var heimsótt Landnámssetrið í Borgarnesi og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri.

Fimmtudagur 28. maí

Veiturnar og samfélagið, ávarp formanns Samorku – Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Vatnsauðlindin, nýting og umgengni – Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri
Eykur notkun hitaveituvatns líkur á krabbameinum? – Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR
Kynning á þáttunum Orka landsins

Hitaveitur:
Rekstur hitaveitugeyma – Geir Þórólfsson, HS Orku
Ákvarðanataka fyrir sjálfbæra nýtingu lághitajarðvarmakerfa – Silja Rán Sigurðardóttir, doktorsritgerð Háskólanum í Reykjavík
Borholu upptektir á lághitasvæðum – Páll Baldvin Sveinsson, Veitum
Gátlisti um staðfestingu á gjaldskrám hitaveitna – Hreinn Hrafnkelsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Sjóðandi lághitakerfi finnst við Möðruvelli í Kjós – Þórólfur H. Hafstað, ÍSOR

Fráveitur:
Sýnatökur, rennslismælingar og leikaleit & Nýr kafli í fráveituhandbók Samorku – Birgir Tómas Arnar og Anton Örn Ingvason, Verkís
Staða og uppbygging fráveitu í Akureyrarbæ – Haraldur Jósefsson, Norðurorku
Endurvinnsla á seyru með kölkun – Börkur Brynjarsson, Tæknisviði uppsveita
Ný dælustöð á Seltjarnarnesi – Gísli Hermannsson, Veitustofnun Seltjarnarness
Ástandsskýrsla OECD 2014 og fráveitur – Tryggvi Þórðarson, Umhverfisstofnun

Vatnsveitur:
Líkanreikningur til mats á áhrifum aukinnar vatnsvinnslu í Vatnsendakrika – Sveinn Óli Pálmarsson, Vatnaskilum
Bestu aðferðir til lekaleitar – Gunnar Johnsen, Veitum
Grunnvatn, not og álagsþættir – Tinna Þórarinsdóttir og Davíð Egilsson, Veðurstofu Íslands
Vatnsvernd Norðurorku og nýtt samstarfsverkefni Samorku og Neyðarlínunnar – Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Norðurorku
Áhættumat við borun á nýjum holum á vatnsverndarsvæðum – Hlín Benediktsdóttir, Veitum

Föstudagur 29. maí

Hitaveitur:
Vinnslueftirlit hitaveitna – Guðni Axelsson, ÍSOR
Frágangur á búnaði í skápum hjá Norðurorku – Arnaldur B. Magnússon
Uppbygging á hitaveitum Skagafjarðarveitna – Indriði Þ. Einarsson, Skagafjarðarveitum
Holusjármælingar á Íslandi – Sigurveig Árnadóttir, ÍSOR
Langþráð endurnýjun á holutopp – Guðmundur Óli Gunnarsson, Veitum
Varmadælur til nýtingar varma úr úr sjó inn á hitaveitur – Ragnar Ásmundsson, Varmalausnum og Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri

Fráveitur:
Ný reglugerð um fráveitur og skólp – Sigurjón Kjærnested, Samorku
Skólphreinsistöðvar sem gátt fyrir öragnir í umhverfið – Dr. Hrönn Jörundsdóttir, Matís
Fíkniefni og lyf í frárennslivatni – Arndís Sue Ching Löve, Háskóla Íslands

Vatnsveitur:
Samantekt á gæðum neysluvatns á Íslandi – Sigrún Ólafsdóttir, Matvælastofnun og María J. Gunnarsdóttir, Vatnaverkfræðistofu HÍ
Stjórnsýsla til að tryggja gæði drykkjarvatns – María J. Gunnarsdóttir, Vatnaverkfræðistofu HÍ
Vatnsveitur og neysluvatn í Eyjafirði – Bjarni Gautason, ÍSOR

Vatns- og fráveitur:
Samanburður á hönnun vatns- og fráveitu í Noregi og á Íslandi – Reynir Sævarsson, EFLU
Breytingar á lagaumhverfi vatns- og fráveitna – Elín Smáradóttir, OR
Vaktkerfi og viðskiptagreind í veitum – Jón Jónsson, Mannviti

Öryggismál og veitur:
Hvers vegna öryggismál? – Reynir Guðjónsson, OR
Hvað kosta vinnuslys? – Kristján Kristinsson, Landsvirkjun
Rafmagn er dauðans alvara! – Lúðvík B. Ögmundsson, Landsneti
Lokuð rými – Þorgrímur St. Árnason, HS Orku
Upplýsingar um vinnuslys/rafmagnsslys, skráning þeirra og miðlun – Ásgeir Þ. Ólafsson, RARIK

Heildstæð vöktunaráætlun fyrir vatnasvæðið Ísland – Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Orka kvenna er ein af auðlindunum! – Birna Bragadóttir, OR
Áætluð samlegð ljósleiðaravæðingar á landsvísu og rafveituframkvæmda RARIK – Ottó V. Winther, innanríkisráðuneytinu
Kemur jarðvarminn Íslandi á EM í knattspyrnu 2016? – Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku