Opinn ársfundur OR og dótturfélaga 18. apríl

Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga verður haldinn í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14-16. Meðal annars munu forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastjórar dótturfélaganna fjalla um starfsemi fyrirtækjanna og fráfarandi og verðandi stjórnarformenn ávarpa fundinn, auk borgarstjóra Reykjavíkur. Sjá nánar hér á vef OR.