ON tekur í notkun tvær nýjar hlöður

Gunnar Þorsteinsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, opnar hlöðuna á Minni-Borg ásamt Ásdísi Thelmu Einarsdóttur frá ON.

Orka náttúrunnar virkjaði tvær nýjar hlöður fyrir rafbílaeigendur á dögunum. Önnur þeirra var sett upp á Stöðvarfirði í lok janúar, en hin er við Minni-Borg í uppsveitum Suðurlands. Fyrrnefnda hlaðan er liður í því verkefni ON að opna hringveginn fyrir rafbíla, en sú síðari er sett upp þar sem eru vinsælar sumarbústaðarbyggðir og þar með gott öryggisatriði fyrir íbúa og gesti.

Hlöðunum á eftir að fjölga talsvert á þessu ári og hringnum verður lokað fyrir páska.