Ný skýrsla staðfestir takmörkun jarðstrengja

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið birtu í gær í samráðsgátt stjórnvalda skýrslu dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Ráðuneytin kölluðu eftir þessari úttekt í samræmi við þingsályktun 26/148, frá júní 2018, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Helstu niðurstöður í skýrslunni eru samhljóða niðurstöðum sem Landsnet hefur birt um sömu mál. Skýrslan staðfestir að jarðstrengir á hærri spennu (132 kV og 220 kV) í flutningskerfinu eru takmörkuð auðlind.

Í skýrslu dr. Hjartar segir orðrétt:

“Út frá samanburði þeirra niðurstaðna sem kynntar eru í þessum kafla og niðurstaðna annarra sambærilegra greiningarverkefna, þar sem lengdatakmarkanir jarðstrengskafla innan íslenska flutningskerfisins eru greindar, má sjá að góður samhljómur er á milli niðurstaðnanna. Rennir það frekari stoðum undir áreiðanleika fyrri greininga og þessarar greiningar hvað varðar lengdatakmarkanir háspenntra jarðstrengja”.

Meginniðurstaða verkefnisins eru þær að takmarkanir á lengd jarðstrengja á hæstu spennustigum flutningskerfisins leiðir það af sér að notkun svo stuttra jarðstrengskafla muni ekki hafa veruleg áhrif á afhendingaröryggi, raforkuverð, umhverfiskostnað eða byggðaþróun.

Skýrslu dr. Hjartar má sjá í heild sinni hér: Jardstrengir