Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu öruggt

Ekki er tal­in hætta á heilsu­fars­leg­um af­leiðing­um við neyslu vatns í Reykjavík. Niðurstaða fundar í samstarfsnefnd um sótt­varn­ir í morg­un var sú að meng­un sem mæld­ist í neyslu­vatni víða í Reykja­vík og á Seltjarn­ar­nesi sé ein­angrað fyr­ir­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­vaxta.

Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu.

Veitur og heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu munu áfram fylgjast með gæðum neysluvatns og mun birta niðurstöður mælinga á sínum vefsíðum. Samstarfsnefndin mun áfram fylgjast náið með ofangreindri mengun og mun birta leiðbeiningar til almennings þegar tilefni gefst til.

Hægt er að lesa tilkynningu frá sóttvarnalækni í heild sinni á heimasíðu embættisins.