Hversu verðmætt er vatnið okkar?

Hversu verðmætt er vatnið okkar?

Þessari spurningu var leitast við að svara í víðu samhengi á opnum morgunverðarfundi Samorku í morgun, sem haldinn var á Icelandair Hótel Natura með yfirskriftinni Verðmætin í vatninu.

Fjallað var um kaldavatnsauðlindina á Íslandi, vatnsvernd og samstarf við hagsmunaaðila um umgengni á vatnsverndarsvæðum og þegar slys verða við vatnsból, vatnið sem undirstöðu í allri matvælaframleiðslu og ný greining á virði vatnsins fyrir samfélagið var kynnt.

Niðurstaðan var sú að virði hreins vatns er langt umfram bókhaldslegt virði vatnsveitna. Virðið felst ekki síst í þeim kostnaði sem við sleppum við vegna þess hversu auðlindin er ríkuleg hér á landi og að við þurfum hvorki að bæta neinu við vatnið né hreinsa úr. Neikvæð áhrif mengaðs vatns á heilsufar landsmanna væri mælt í milljörðum króna. Það er því ákaflega mikilvægt að sameinast um vernda auðlindina hér á landi og bera virðingu fyrir henni.

Fundurinn var vel sóttur, enda umræðuefnið hvað hæst á baugi í samfélagsumræðunni um þessar mundir.

Fundurinn í heild sinni:

 

 

Kristján Geirsson, verkefnastjóri hjá Orkustofnun, fjallaði um vernd og nýtingu vatns á Íslandi

Jón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá Lotu, kynnti greiningu sína á virði vatns

Gunnur Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjóri Norðurorku, fjallaði um samstarf fyrirtækisins við Neyðarlínuna þegar slys koma upp á vatnsverndarsvæði

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Veitna og Hlín Benediktsdóttir, rekstrarstjóri vatnsveitu Veitna, fjölluðu um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu

Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, talaði um mikilvægi vatnsins fyrir framleiðslu fyrirtækisins