16. febrúar 2016 Fagfundur 2016 á Ísafirði Fagfundur raforkumála 2016 verður afar fjölbreyttur og áhugaverður, með fjölda áhugaverðra fyrirlestra um allt það sem efst er á baugi innan raforkugeirans nú um stundir. Það eru vissulega áhugaverðir tímar sem við erum að upplifa í vinnunni okkar alla daga með gríðarlega fjölbreyttum tækniframförum á öllum sviðum raforkuiðnaðarins og áskorunum í umhverfismálunum. Dagskráin mun taka mið af öllum þessum þáttum og því verða fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Dagskrá og fyrirkomulag Fagfundarins er í vinnslu og með því að smella hér má sjá hvernig dagskrárgerð vindur fram.
28. janúar 2016 Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 – Innsending ágripa úr erindum í fullum gangi Fagaðilar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að senda inn erindi á Norrænu vatnsveituráðstefnuna, en innsending ágripa úr erindum fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og fer fram hér á heimasíðu ráðstefnunnar. Frestur til þess að senda inn ágrip úr erindum er 29. janúar – ef áhugi er fyrir því að senda inn ágrip úr erindi, en það næst ekki fyrir tímafrestinn, þá er hægt að láta vita af því í póstfangið sigurjon@samorka.is. Call for abstracts fyrir ráðstefnuna má nálgast það hér: 10. Norræna vatnsveituráðstefnan (The 10th Nordic drinking water conference) verður haldin á Íslandi í ár, dagana 28.-30. september í Hörpu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og skiptast norðurlöndin á að halda hana. Í ár er hún skipulögð af Samorku í samstarfi önnur norræn samtök vatnsveitna. Á dagskrá verða erindi, vinnustofur, vísindaferð og fleira tengt öllum helstu málum er varða starfsemi vatnsveitna.
15. janúar 2016 Fundur Landsvirkjunar um vatnsaflsvirkjanir og fiskistofna, Grand Hótel 20. janúar Áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Landsvirkjunar, í samstarfi við Veiðimálastofnun, miðvikudaginn 20. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:30 og þar verða kynntar rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um lærdóma sem draga má af reynslunni. Sjá nánar á vef Landvirkjunar.
23. nóvember 2015 Kynning á viðtakarannsóknum fráveitu Mánudaginn 23. nóvember kl.12:30 er haldinn áhugaverður hádegisfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á viðtaka fráveitu. Rannsóknir hafa verið gerðar á viðtaka fráveitu frá því áður en hreinsistöðvarnar í Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í notkun og síðan með nokkurra ára millibili, skv. starfsleyfi. Niðurstöður síðustu rannsókna voru gefnar út í skýrslu nú í vor og þær sýna að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar, hegðun og samsetningu sets og á lífríkið í kringum útrásarendana. Skýrsluna má finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
12. nóvember 2015 Iceland Geothermal Conference 2016 – Opnað fyrir skráningu Opnað hefur verið fyrir skráningu á Iceland Geothermal Conference 2016 – IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu IGC.
6. nóvember 2015 Ráðstefna um sæstreng til Evrópu Miðvikudaginn 11. nóvember standa Samtök atvinnulífsins, Landsnet o.fl. aðilar að ráðstefnu á Icelandair Hotel Natura þar sem fjallað verður um sæstreng til Evrópu út frá reynslu Norðmanna og möguleikum Íslands á evrópskum orkumarkaði. Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.
23. október 2015 Erindisglærur frá haustfundi JHFÍ 22. október: Fjölnýting jarðhita á Íslandi Haustfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn þann 22. október og hægt er að sækja erindisglærur fundarins hér á heimasíðu JHFÍ. Í ár var þema fundarins: „Fjölnýting jarðhita á Íslandi“.
16. október 2015 Tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði – fundur Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur á liðnum áratugum. Fundurinn verður haldinn miðvikudagsmorguninn 21. október á Hótel Natura. Sjá dagskrá og skráningu hér á vef Landsvirkjunar.
13. október 2015 Áttin – sameiginleg gátt starfsmenntasjóða, morgunverðarfundur Þriðjudaginn 20. október verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þar sem fjallað verður um sameiginlega gátt starfsmenntasjóða – Áttina. Um er að ræða hluta fundaraðar SA og aðildarfélaga um menntun og mannauð en á fundi þann 17. nóvember verður fjallað um mannauð og framleiðni. Nánar á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.
7. október 2015 Hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar? Ráðstefna í HR 15. október Fimmtudaginn 15. október efnir Háskólinn í Reykjavík til ráðstefnu um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Forseti Íslands opnar ráðstefnuna en fyrirlesarar koma frá MIT, Harvard og Tufts háskólunum, Brookings stofnuninni í Bandaríkjunum, Háskólanum í Reykjavík, Landsvirkjun og Landsneti. Sjá nánar á vef Háskólans í Reykjavík.