21. mars 2016 Landsnet býður til vorfundar Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 5. apríl kl. 9-11. Fundurinn er öllum opinn en óskað er skráningar. Dagskráin er eftirfarandi: Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar – og viðskiptaráðherra. Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir – Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets. Knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor. Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrirspurnir og umræður
9. mars 2016 Fagfundur Samorku 2016 á Ísafirði Undirbúningur fyrir Fagfund Samorku 2016 á Ísafirði er nú í fullum gangi. Nánari upplýsingar eru birtar hér hægra megin á heimasíðunni undir fyrirsögninni: FAGFUNDUR SAMORKU Á ÍSAFIRÐI 2016.
8. mars 2016 Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög halda árlegan Vísindadag þar sem kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum. Erindin snúast meðal annars um: • loftslagsmál og heilsu • kolefnisspor og rafbíla • bætta auðlindanýtingu • vatns- og fráveitu • framtíðarsýn hitaveitu • heildarsýn á nýtingu háhita Vísindadagur OR verður haldinn í Ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1. Dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:00. Vísindadagurinn er öllum opinn en skráningar er óskað. Boðið verður upp á léttan morgunverð kl. 8:10 og hádegisverð. Dagskrá Vísindadagsins 2016 (.pdf).
18. febrúar 2016 Snjöll raforkukerfi og orkuskipti í samgöngum á ársfundi Samorku Fjallað verður um snjöll raforkukerfi til framtíðar og fjölþættan ávinning af orkuskiptum í samgöngum á ársfundi Samorku, sem haldinn verður á Icelandair Hótel Natura (áður Loftleiðir) föstudaginn 19. febrúar 2016. Fundurinn er opinn öllum en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að fylla út skráningareyðublaðið, í netfangið skraning@samorka.is eða í síma 588 4430, eigi síðar en 16. febrúar nk. 13.00 Ársfundur Samorku, Víkingasal Ávarp formanns Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir Snjallmælar og snjöll raforkukerfi til framtíðar Jakob S. Friðriksson, viðskiptaþróun, Orkuveitu Reykjavíkur Orkuskipti í samgöngum – fjölþættur ávinningur Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs 14.30 Kaffiveitingar í fundarlok Fundarstjóri: Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, Orkuveitu Reykjavíkur
16. febrúar 2016 Fagfundur 2016 á Ísafirði Fagfundur raforkumála 2016 verður afar fjölbreyttur og áhugaverður, með fjölda áhugaverðra fyrirlestra um allt það sem efst er á baugi innan raforkugeirans nú um stundir. Það eru vissulega áhugaverðir tímar sem við erum að upplifa í vinnunni okkar alla daga með gríðarlega fjölbreyttum tækniframförum á öllum sviðum raforkuiðnaðarins og áskorunum í umhverfismálunum. Dagskráin mun taka mið af öllum þessum þáttum og því verða fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Dagskrá og fyrirkomulag Fagfundarins er í vinnslu og með því að smella hér má sjá hvernig dagskrárgerð vindur fram.
28. janúar 2016 Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 – Innsending ágripa úr erindum í fullum gangi Fagaðilar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að senda inn erindi á Norrænu vatnsveituráðstefnuna, en innsending ágripa úr erindum fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og fer fram hér á heimasíðu ráðstefnunnar. Frestur til þess að senda inn ágrip úr erindum er 29. janúar – ef áhugi er fyrir því að senda inn ágrip úr erindi, en það næst ekki fyrir tímafrestinn, þá er hægt að láta vita af því í póstfangið sigurjon@samorka.is. Call for abstracts fyrir ráðstefnuna má nálgast það hér: 10. Norræna vatnsveituráðstefnan (The 10th Nordic drinking water conference) verður haldin á Íslandi í ár, dagana 28.-30. september í Hörpu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og skiptast norðurlöndin á að halda hana. Í ár er hún skipulögð af Samorku í samstarfi önnur norræn samtök vatnsveitna. Á dagskrá verða erindi, vinnustofur, vísindaferð og fleira tengt öllum helstu málum er varða starfsemi vatnsveitna.
15. janúar 2016 Fundur Landsvirkjunar um vatnsaflsvirkjanir og fiskistofna, Grand Hótel 20. janúar Áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Landsvirkjunar, í samstarfi við Veiðimálastofnun, miðvikudaginn 20. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 8:30 og þar verða kynntar rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um lærdóma sem draga má af reynslunni. Sjá nánar á vef Landvirkjunar.
23. nóvember 2015 Kynning á viðtakarannsóknum fráveitu Mánudaginn 23. nóvember kl.12:30 er haldinn áhugaverður hádegisfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem Guðjón Atli Auðunsson efnafræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á viðtaka fráveitu. Rannsóknir hafa verið gerðar á viðtaka fráveitu frá því áður en hreinsistöðvarnar í Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í notkun og síðan með nokkurra ára millibili, skv. starfsleyfi. Niðurstöður síðustu rannsókna voru gefnar út í skýrslu nú í vor og þær sýna að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar, hegðun og samsetningu sets og á lífríkið í kringum útrásarendana. Skýrsluna má finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
12. nóvember 2015 Iceland Geothermal Conference 2016 – Opnað fyrir skráningu Opnað hefur verið fyrir skráningu á Iceland Geothermal Conference 2016 – IGC2016. Ráðstefnan fer fram í Hörpu dagana 26.-29. apríl 2016 og er skipulögð af Iceland Geothermal klasasamstarfinu. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu IGC.
6. nóvember 2015 Ráðstefna um sæstreng til Evrópu Miðvikudaginn 11. nóvember standa Samtök atvinnulífsins, Landsnet o.fl. aðilar að ráðstefnu á Icelandair Hotel Natura þar sem fjallað verður um sæstreng til Evrópu út frá reynslu Norðmanna og möguleikum Íslands á evrópskum orkumarkaði. Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.