Öryggishandbók

Öryggishandbókin er byggð á hefti sem Orkuveita Reykjavíkur hefur notað í nokkur ár. Bókin er endurskoðuð og unnin af SÖR-hópi Samorku og yfirlesin af Vinnueftirlitinu. Hún er kynnt hér á heimasíðunni með það fyrir augum að þau fyrirtæki sem hafa hug á að nota  hana sem hluta af sínu öryggiskerfi geta fengið hana senda frá skrifstofu Samorku á þannig formi að viðkomandi getur breytt henni og aðlagað hana sínum sérstöku þörfum.

Skoða Öryggishandbók:

Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Ágústsson

mailto:sa@samorka.is

Sæstrengur milli Noregs og Englands

Samstarfsamningur milli Statnett og National Grid Transco um verkefnið gerir ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun snemma árs 2008.

Aðal ástæður verkefnisins eru hinar miklu úrkomusveiflur sem verið hafa undanfarin ár í Noregi og leitt hafa til óöryggis og verðsveiflna á  orkumarkaðnum, segir stjórnarformaður Statnett Grete Faremo.

Ekki er gert ráð fyrir að kapallinn leiði til lægra raforkuverðs í landinu, en hann mun minnka þær miklu verðsveiflur sem sett hafa mark sitt á raforkuverðin undanfarin ár.

Kapallinn mun liggja frá Suldal í Rogalandi til Sunderland í Englandi og er gert ráð fyrir að yfir 400 manns þurfi til starfa við verkefnið.

Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin, en líkur eru á að tilskilin leyfi fáist. Reiknað er með 1200 MW flutningi eftir köplunum sem verða tveir og er vegalengdin 750 Km.

(Frétt úr Energi-nett)

Powel-kynning 13- og 14.maí um mælingar og meðhöndlun mæligagna

 

Það var MM-hópur Samorku sem boðaði til þessarar námstefnu í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg um mælingar og meðhöndlun mæligagna í markaðsvæddu orkusölukerfi Noregs og fékk til lið við sig fyrirtækið POWEL í Noregi. Norðmennirnir  gerðu grein fyrir framgangi markaðsvæðingarinnar í sínu landi, útskýrðu hugmyndafræðina og vörpuðu ljósi á  þau mörgu verkefni sem fylgja í kjölfar þeirra breytinga sem íslenskur orkumarkaður þarf að aðlaga sig að, nú eftir að ný raforkulög hafa tekið gildi. Þeir kynntu einnig þær tæknilegu lausnir sem fyrirtækið hefur þróað og ýmis orkufyrirtæki í Noregi og fleiri löndum nota.

Síðari dag námsstefnunnar  kynntu  þeir einnig NetBas-upplýsingakerfið sem þeir hafa framleitt, en Rarik er einmitt um þessar mundir að taka upp endurnýjaða útgáfu þess fjölhæfa verkfæris, eftir að hafa notað eldri útgáfu þess til fjölda ára.

Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku  setti ráðstefnuna, sem fór fram á enskri tungu. Ráðstefnustjóri var Steinar Friðgeirsson formaður MM-hóps Samorku. Fyrirlesarar voru 4 Norðmenn, auk Steingríms Jónssonar verkfræðings hjá Rarik sem sagði frá vinnu sinni við að taka í notkun nýja NetBas kerfið.

Þátttakendur á námsstefnunni  voru 53 og var  þátttakendum að kostnaðarlausu, en bæði húsnæði, matur og kaffi var  í boði Landsvirkjunar og eru aðstandendur námsstefnunnar þakklátir fyrir þann rausnarskap.

 

 

 

DAGSKRÁ

DAGSKRÁ Á ENSKU

MYNDIR   FRÁ  NÁMSSTEFNUNNI

Heimasíða POWEL

Útskrift í jarðlagnatækni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskrift jarðlagnatækna fór fram 28. mars sl.  Athöfnin fór fram í Gvendarbrunnum í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Varaformaður Eflingar-stéttarfélags Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem jafnframt er formaður Mímis-símenntunar flutti ávarp og talaði um gildi starfsmenntunar á vinnumarkaði.  Friðrik Sóphusson formaður Samorku flutti erindi um gildi starfsmenntunar fyrir fyrirtækin. Þá gerði Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar grein fyrir framvindu starfsnáms í jarðlagnatækni. Að lokinni afhendingu prófskírteina flutti fulltrúi nemenda ávarp, síðan voru bornar fram veitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Það voru helstu nýmæli við námskeiðið, að þetta var í fyrsta skipti sem notast var við fjarfundarbúnað við kennsluna, þannig að nemendur voru á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum.

Hér má líta nokkrar myndir frá útskriftinni:

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

Raforkulög

Á síðasta degi nýliðins þings voru samþykkt ný raforkulög. Lög þessi hafa verið nokkuð lengi í undirbúningi, að heita má frá áttunda áratug síðustu aldar. Lagagerðin átti nokkuð erfitt uppdráttar vegna áætlana um breytingar á skipulagi íslenskra orkumála.
Á seinustu áratugum hafa reglulega komið fram áætlanir um endurskipulagningu íslenska orkugeirans. Flestar hafa þessar hugmyndir gengið út á að skipta landinu eftir gömlu kjördamamörkunum og stofna landshlutarafveitur. Vendipúnktur í raforkulagagerðinni var þegar Evrópusambandið (ESB) kom á innri markaði með raforku í aðildarlöndum sínum. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Sá samningur fjallar um aðgang aðildarlanda EFTA ríkjanna að innri markaði ESB. Samkvæmt EES samningnum eiga allar tilskipanir ESB að gilda í aðildarlöndum EES samningsins. Eftir endurskoðun og umtalsverðar breytingar var frumvarpið lagt fram í mars 2001. Ekki náði það fram að ganga á því þingi og var lagt fram að nýju eftir nokkrar breytingar um haustið sama ár. Enn gekk fæðingin erfiðlega og í mars 2002 var það aftur lagt fram eftir breytingar og á endanum var það síðan samþykkt 15. mars 2003.

Raforkulög (doc): Raforkulög

Raforkulög (pdf): Raforkulög

Lokun Barsebeck 2

Skorsteinar Stenungslund olíuorkuversins sótaðir að nýju?

Ein af tillögum stjórnvalda í Svíþjóð svo að unnt sé að standa við gefin loforð um lokun Barsebeck 2 er að tæplega hálfrar aldar gamalt olíuorkuver í Stenungslund verði ræst að nýju.
Orkuverið sem er 820 MW er sprengt inn í klettana svo ekkert er sýnilegt umhverfinu annað en skorsteinarnir. Erfiðlega hefur gengið að fullnægja þeim forsendum sem settar voru fyrir lokuninni m.a. hefur ekki tekist að tryggja viðunandi varaafl. Á það hefur verið bent af Svensk energi að verði Barsebek 2 lokað við núverandi aðstæður muni það hafa þær afleiðingar að raforkuverð hækkar, sé varaaflið ekki tryggt eða þá víðtæk umhverfisáhrif sem eru samfara framleiðslu með jarðefnaeldsneyti.

Aðalfundur Samorku 2003

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur Samorku  2003 var haldinn í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 14. mars og hófst kl 14.00 með setningu Guðmundar Þóroddsonar formanns samtakanna.  Fundarstjóri var Franz Árnason. Þetta var 8. aðalfundur samtakanna. Fundurinn fjallaði að mestu leyti um hefðbundin aðalfundarmál. Gestur fundarins var Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sem sagði frá verkefnum ráðuneytisins á sviði veitumála. Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar, kynnti ársreikninga ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Þær breytingar urðu á stjórn að Friðrik Sophusson tók við stjórnarformennsku af Guðmundi Þóroddssyni sem gegnt hafði formennsku síðastliðin 2 ár. Sjá nánar í fundargerð og aðalfundarskýrslu. Að kvöldi fundardags var sameiginlegur kvöldverður á Hótel Borg.

Myndir frá aðalfundi

Fréttabréf des. 2002

Fréttabréf Samorku hefur komið út frá stofnun samtakanna 1995. Útgáfan var í upphafi á prentuðu formi. Við sívaxandi notkun veraldarvefsins fóru að heyrast raddir um að útgáfa á þessu formi væri gamaldags og vart á vetur setjandi. Önnur ástæða var vaxandi prentkostnaður, sem e.t.v. skýrist af samdrætti í pappírsútgáfu þessara miðla. Því var ákveðið að hætta, að mestu leyti, útgáfu á pappírsformi. Þess í stað var aukin útgáfa frétta og upplýsinga á heimasíðu samtakanna. þeirri hefð var þó haldið að gefa út eitt blað í desember n.k. jólablað. Að þessu sinni er þessi útgáfa rafræn og sett upp sem annáll í máli og myndum.

Fréttabréf

Samkeppnishæfni Íslands

Business Costs in Iceland Athyglisverð könnun KPMG. Lægstur raforkukostnaður á Íslandi KPMG hefur nýlega gert samanburðarkönnun kostnaði við rekstur fyrirtækja. Könnunin er mjög viðamikil og nær til 87 borga Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Fram kemur að á Íslandi eru skilyrði mjög hagstæð fyrir rekstur fyrirtækja. Samorka vill benda á niðurstöðu könnunarinnar um raforkuverð, þar sem fram kemur að hér á landi er raforkuverð lægst. Raforkuverð hér á landi hefur verið er mjög lágt í samanburði við önnur lönd. Fjölþjóðlegur samanburður eins og hér um ræðir og unnin er af hlutlausum aðilum er óyggjandi sönnun þess. Skýrslan er í heild sinni aðgengileg á heimasíðu KPMG og einnig er hægt að kaupa hana innbundna hjá KPMG. Hér fyrir neða eru tengingar á úrdrátt skýrslunnar með samantekt á heildarniðurstöðum og raforkukostnaði og tenging á heimasíðu KPMG. Frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar gefur Unnar Hermannsson hjá KPMG: uhermannsson@kpmg.com Samantekt: Samkeppnishæfni Íslands Heimasíða KPMG: KPMG