Hans ten Berge nýr framkvæmdastjóri Eurelectric

Á ársfundi Eurelectric, Evrópusamtaka rafiðnaðarins, í Antwerpen á dögunum tók Hans ten Berge við starfi framkvæmdastjóra af Paul Bulteel, sem gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra í áratug. Hans ten Berge er fæddur árið 1951 í Hollandi og nam efnafræði og viðskiptafræði við þarlenda háskóla í Eindhoven og Delft. Hann hefur starfað fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja á sviði efnaiðnaðar en starfaði frá árinu 1998 hjá Eneco Energie í Hollandi. Þá hefur ten Berge árum saman gegn formennsku í nefnd Eurelectric um markaðsmál.

Rafael Miranda, forseti Eurelectric, bauð ten Berge velkominn á fundinum og óskaði honum velgengni í starfi. Jafnframt þakkaði hann fráfarandi framkvæmdastjóra mikið og gott starf í þágu samtakanna og ekki síst fyrir að hafa tryggt Eurelectric lykilstöðu sem samráðsaðila stofnana Evrópusambandsins á sviði raforkumála.