Miklar fjárfestingar framundan í orkukerfum jarðar

Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn, fjallaði um atvinnulíf og loftslagssamninga á fundi Samtaka atvinnulífsins. Halldór kom víða við í fyrirlestri sínum og fjallaði um kolefnismarkaði, stöðuna í alþjóðaviðræðum, hvað taki við eftir 2012 og svo framtíðarsýn um hvernig verði dregið úr útstreymi til lengri tíma. Halldór lagði áherslu á að loftslagsvandinn yrði leystur af atvinnulífi með nýrri tækni, rannsóknum og því að efnahagslegir hvatar leiði til hagkvæmra lausna. Hann sagði mikilvægt að alþjóðasamningar skapi ramma til langs tíma sem bæði hvetji til fjárfestinga í nýrri tækni og gefi þróunarríkjum tækifæri til þátttöku. Þá sagði Halldór miklar fjárfestingar framundan í orkukerfum jarðar.

Sjá erindi Halldórs á vef SA.