4. febrúar 2013 Norðmenn sjá jafn mikil tækifæri í grænni orku og í olíu. Mun meiri græn orka hér, per íbúa. Íslendingar framleiða nær tvöfalt meiri raforku á hvern íbúa en Norðmenn og höfum við þó gengið helmingi skemur í nýtingu okkar endurnýjanlegu orkulinda. Því vekur það athygli að Norðmenn telja jafn mikil tækifæri framundan í sölu á endurnýjanlegri orku um sæstreng og á sviði olíu- og gasútflutnings samanlagt. Norðmenn sjá fyrir gríðarleg tækifæri í orkuiðnaði á komandi árum. Á nýliðnum ársfundi norsku Samtaka atvinnulífsins − sem forsætis- og orkumálaráðherrar Noregs tóku m.a. þátt í − ríkti mikil samstaða um áframhaldandi nýtingu orkuauðlinda, jafnt í olíu og gasi sem í endurnýjanlegum orkugjöfum. Norðmenn búa að miklu vatnsafli og flytja talsvert af endurnýjanlegri orku út til annarra Evrópulanda gegnum sæstrengi. Útflutningur Norðmanna á olíu og gasi er e.t.v. þekktari en raforkuútflutningur þeirra, en fram kom á fundinum að Norðmenn telja jafn mikil tækifæri framundan í sölu á endurnýjanlegri orku og á sviði olíu- og gasútflutnings. ESB kallar á græna orku Þar vísast m.a. til þess að Alþjóðaorkustofnunin (IEA) telur að notkun raforku í heiminum muni aukast um 70% fram til ársins 2035, auk þess sem Evrópusambandið hyggst grípa til umfangsmikilla aðgerða á sviði orku- og loftslagsmála á komandi árum, í því skyni að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Ráðgert er að 80-95% af orkuþörfinni verði mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir árið 2050, en þar gegna vind- og sólarorka stóru hlutverki. Þeir orkugjafar eru þó háðir miklum sveiflum og eygja Norðmenn ákveðin sóknarfæri í krafti vatnsaflsins til að tryggja meiri stöðugleika í framboði endurnýjanlegrar orku í Evrópu, með sölu á grænni raforku um sæstrengi. Slíkir strengir hafa þegar verið lagðir til Danmerkur og Hollands og eru tveir til viðbótar, til Þýskalands og Bretlands, ráðgerðir innan fárra ára. Græna orkan mun meiri hér, á hvern íbúa Athygli vekur hve mikil tækifæri Norðmenn fjalla um á sviði útflutnings endurnýjanlegrar orku, en þótt þeir framleiði meira af grænni raforku en Íslendingar er framleiðslan hér mun meiri á hvern íbúa talið. Sama gildir þegar horft er til ónýttrar orkugetu, en Norðmenn hafa þegar virkjað mun hærra hlutfall sinna endurnýjanlegu orkugjafa en Íslendingar hafa gert. Nánast öll raforka sem framleidd er á Íslandi er græn raforka, framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum – vatnsafli og jarðhita. Alls eru nú framleiddar hér um 17 teravattstundir (TWst) á ári, eða um þriðjungur af áætlaðri orkugetu (um 50 TWst) í vatnsafli og jarðvarma. Norðmenn búa yfir miklu vatnsafli, en alls er orkugetan í vatnsafli þar áætluð um 214 TWst á ári. Þar af nýta Norðmenn nú um 130 TWst (61%) og aðrar 34 TWst (15%) eru í einhvers konar nýtingarferli eða hluti af nýtingaráætlunum. Norðmenn hafa því þegar stigið mun stærri skref en Íslendingar í nýtingu sinna endurnýjanlegu orkuauðlinda og hyggjast halda áfram að auka nýtinguna. Raforkuframleiðsla á Íslandi er þó mun meiri á hvern íbúa en í Noregi, eða 54 Megavattstundir hérlendis (MWst) á móti 30 MWst í Noregi. Hlutfallslega séð verður því að ætla að tækifærin á sviði endurnýjanlegrar orku séu mun meiri hérlendis en í Noregi, þar sem þau eru nú talin jafnast á við tækifærin á sviði olíu- og gasútflutnings.
7. janúar 2013 Breytingar á orkusköttum um áramót Á síðasta starfsdegi sínum fyrir jól samþykkti Alþingi breytingar á orkusköttum, m.a. á sölu á raforku og heitu vatni. Báðir skattar voru fyrst kynntir til sögunnar í árslok 2009 og áttu að verða tímabundnir til þriggja ára. Nú hefur verið samþykkt að 2% skattur á sölu á heitu vatni (smásöluverð) verði varanlegur en að skattur á selda raforku hækki úr 12 aurum á kílóvattstund (kWst) í 12,6 aura. Með þeirri hækkun er í athugasemdum með frumvarpinu vísað til verðlagsbreytinga. Þá á skatturinn á raforku að falla niður í árslok 2015. Sjá nánar í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem samþykktur var 22. desember (16. og 17. gr. um raforkuskattinn) og í frumvarpinu (sjá m.a. athugasemdir, lið 2.7, varðandi m.a. varanlegan skatt á heitt vatn).
4. janúar 2013 Stjórn Samorku ályktar: Tillaga um rammaáætlun óásættanleg Stjórn Samorku samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 3. janúar: Tillaga um rammaáætlun óásættanleg Atkvæði verða greidd um tillögu til þingsályktunar um vernd og nýtingu landsvæða (rammaáætlun) mánudaginn 14. janúar nk., skv. starfsáætlun Alþingis. Stjórn Samorku telur fyrirliggjandi tillögu óásættanlega. Tillagan víkur í veigamiklum atriðum frá faglegri niðurstöðu verkefnisstjórnar, sem vera átti grundvöllur sáttar um málaflokkinn. Fjöldi orkukosta sem verkefnisstjórnin raðaði ofarlega út frá sjónarhorni orkunýtingar eru í tillögunni ýmist settir í biðflokk eða verndarflokk. Þar á meðal eru ýmsir hagkvæmustu og best rannsökuðu kostirnir, kostir sem farið hafa í gegnum umhverfismat og eru jafnvel þegar komnir á skipulag í viðkomandi sveitarfélögum. Ljóst er að engin sátt getur orðið um þessa niðurstöðu, sem varpar fyrir róða áralangri faglegri vinnu verkefnisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, óbreyttrar, örfáum mánuðum fyrir þingkosningar mun á engan hátt eyða óvissu að mati Samorku.
17. desember 2012 Útboð á götuljósum Auglýsing um útboð á götuljósaluktum:http://sw.swapp.lausn.is/doc/2680?wosid=false
7. desember 2012 Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna: ný útgáfa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst í stjórnartíðindum nýja útgáfu tæknilegra tengiskilmála hitaveitna, sem unnin var af Samorku. Sjá skilmálana á vef stjórnartíðinda.
16. nóvember 2012 Skrifstofunámskeið Samorku 2012 Námskeiðið fer fram á Grand Hótel Reykjavík, dagana 22. og 23. núvember n.k. Frekari upplýsingar: Smellið hér
16. nóvember 2012 Veitustjórafundur 2012 Veitustjórafundur Samorku 2012 verður á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 6. desember. Upplýsingar um dagskrá og skráning: Smella hér
16. nóvember 2012 Ekki fagleg rammaáætlun Morgunblaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar: Fyrir Alþingi liggur tillaga meirihlutans að rammaáætlun. Því er iðulega haldið fram að hún sé byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórnar. Það er afar langsótt túlkun, því segja má að átján orkukostir hafi verið færðir niður í biðflokk eða verndarflokk eftir að verkefnisstjórnin skilaði sinni röðun. Enginn kostur hefur verið færður upp í nýtingarflokk. Oft er sagt að sex orkukostir hafi verið færðir úr nýtingarflokki niður í biðflokk í meðförum stjórnarflokkanna, en sú aðgerð var einfaldlega framhald annarrar þar sem aðrir tólf kostir voru færðir niður. Lítið stendur því í raun eftir af þeirri röðun orkukosta sem verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar skilaði af sér í júlí 2011. Orkufyrirtækin tilnefndu einn hinna tólf fulltrúa sem sátu í verkefnisstjórninni. Hún vann mikið og faglegt starf, meðal annars á grundvelli ítrekaðra umsagnarferla, og skilaði af sér röðun sextíu og sex orkukosta út frá sjónarhorni nýtingar (tafla 7.2 í skýrslu verkefnisstjórnar). Röðun verkefnisstjórnar er þó auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Meðal stjórnenda og lykilstarfsmanna orkufyrirtækja gætti vissulega óánægjuradda með röðun tiltekinna orkukosta sem viðkomandi þekktu vel til. Á vettvangi Samorku varð það hins vegar sameiginleg niðurstaða allra orkufyrirtækjanna að fagna þeirri góðu og faglegu vinnu sem unnin var af verkefnisstjórninni og lýsa yfir von um að alfarið yrði stuðst við hennar niðurstöður. Það er að mati Samorku leiðin til að almenn sátt geti skapast um rammaáætlun. Ógegnsætt breytingaferli Í kjölfarið tók við algerlega ógagnsætt ferli á vettvangi tveggja ráðuneyta sumarið 2011 þar sem tólf orkukostir færðust niður listann og var ýmist raðað í biðflokk eða verndarflokk í drögum að tillögu um rammaáætlun, þrátt fyrir að hafa verið raðað ofarlega af verkefnisstjórninni. Enn var svo efnt til umsagnarferlis haustið 2011 en úrvinnslan algerlega ógagnsæ á vettvangi tveggja ráðuneyta og í kjölfarið voru sex orkukostir til viðbótar færðir niður listann, að þessu sinni úr nýtingarflokki í biðflokk. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá orkukosti sem tillagan raðar ýmist í biðflokk eða verndarflokk, þótt ætla mætti annað út frá röðun verkefnisstjórnar. Þarna er meðal annars að finna suma mest rannsökuðu og hagkvæmustu orkukostina, sem jafnvel er þegar gert ráð fyrir á aðalskipulagi og mati á umhverfisáhrifum löngu lokið. Þetta er staðan í dag. Tillagan liggur fyrir, en hún er ekki nema að afar takmörkuðu leyti byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórnarinnar. Alþingi ræður því auðvitað hvort hún verður samþykkt óbreytt, en verði það niðurstaðan er algerlega ljóst að engin sátt mun ríkja um niðurstöðuna og hætt við að hún verði eingöngu til afar skamms tíma.
15. nóvember 2012 Mæladagur Samorku 2012 fór fram 13. nóvember s.l. Mæladagur Samorku 2012 fór fram 13. nóvember s.l. á Grandhótel Reykjavík. Skráðir þátttakendur voru 100 og fyrirlesarar 18, bæði innlendir og erlendir sérfræðingar á mælasviði. Hægt er að nálgast glærusýningar fyrirlesaranna með því að smella hér.
26. október 2012 Ráðstefna Lagnafélags Íslands um nýju byggingarreglugerðina og áherslur á öryggi við notkun neysluvatns Fimmtudaginn 1. nóvember 2012. kl.13.00. að Engjateigi 9 – í húsi VFÍ og TFÍ. Dagskrá ráðstefnu Lagnafélags Íslands: Smella hér