Nýtt tengivirki og Búðarhálslína 1 tekin í notkun

Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 hafa verið tekin í notkun. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suðurtenging, byggð. Sjá nánar á vef Landsnets.